Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 21:51 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við undirritun tilskipunarinnar. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira