Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2017 10:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Rauði Kia Rio-bíllinn, sem grænlensku skipverjarnir sem grunaðir eru um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur höfðu á leigu, var laskaður að framanverðu þegar honum var skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem hún hvarf. Þetta þykir lögreglu benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Meðal annars vegna þessa var björgunarsveitum upplagt að leita sérstaklega að ummerkjum við vegaslóða í ítarlegri leit sinni um helgina.Beindu spjótum að vegslóðum Um tíma var umfangsmikil leit á svæðinu nærri fjallinu Keili. Vel þekkt er að slóðin að Keili er afar stórgrýttur og eiginlega ekki fyrir venjulegan fólksbíl að aka án óhljóða undan bílnum. Fjölmargir svipaðir vegslóðar eru á Reykjanesinu. Tæplega 800 björgunarsveitarkarlar- og konur komu að leitaraðgerðum um helgina þar sem samanlagt voru gengnir fleiri þúsund kílómetrar. Leitað var að Birnu og vísbendingum sem tengjast hvarfi hennar. Áhöfnin á TF-LÍF fann svo Birnu um klukkan eitt í gær. Þá bendir ýmislegt til þess að skipverjarnir hafi þrifið Kia Rio bílinn. Fram hefur komið að lögregla fann blóð í bílnum sem síðan hefur komið í ljós með DNA-rannsókn að var úr Birnu. Á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu bílinn í sinni umsjá var honum ekið um 300 kílómetra. Það svarar til þess að aka frá Reykjavík á Sauðarkrók. Eða tvisvar fram og til baka frá Reykjavík í Borgarnes svo dæmi séu tekin til að setja vegalengdina í eitthvað samhengi.Hættir að leita þangað til næst Formlegum leitaraðgerðum björgunarsveitanna lauk í gærkvöldi og sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi í gærkvöldi að hann liti svo á að þætti björgunarsveitanna væri lokið. Þar til beðið sé um aðstoð að nýju. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginumog var af þeim ástæðum sérstaklega leitað eftir karlmannsfatnaði af hvaða tegund sem er við leitina um helgina. Polar Nanoq, grænlenski togarinn sem mennirnir vinna á, lét úr höfn um klukkan 20 daginn sem Birna hvarf. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Rauði Kia Rio-bíllinn, sem grænlensku skipverjarnir sem grunaðir eru um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur höfðu á leigu, var laskaður að framanverðu þegar honum var skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem hún hvarf. Þetta þykir lögreglu benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Meðal annars vegna þessa var björgunarsveitum upplagt að leita sérstaklega að ummerkjum við vegaslóða í ítarlegri leit sinni um helgina.Beindu spjótum að vegslóðum Um tíma var umfangsmikil leit á svæðinu nærri fjallinu Keili. Vel þekkt er að slóðin að Keili er afar stórgrýttur og eiginlega ekki fyrir venjulegan fólksbíl að aka án óhljóða undan bílnum. Fjölmargir svipaðir vegslóðar eru á Reykjanesinu. Tæplega 800 björgunarsveitarkarlar- og konur komu að leitaraðgerðum um helgina þar sem samanlagt voru gengnir fleiri þúsund kílómetrar. Leitað var að Birnu og vísbendingum sem tengjast hvarfi hennar. Áhöfnin á TF-LÍF fann svo Birnu um klukkan eitt í gær. Þá bendir ýmislegt til þess að skipverjarnir hafi þrifið Kia Rio bílinn. Fram hefur komið að lögregla fann blóð í bílnum sem síðan hefur komið í ljós með DNA-rannsókn að var úr Birnu. Á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu bílinn í sinni umsjá var honum ekið um 300 kílómetra. Það svarar til þess að aka frá Reykjavík á Sauðarkrók. Eða tvisvar fram og til baka frá Reykjavík í Borgarnes svo dæmi séu tekin til að setja vegalengdina í eitthvað samhengi.Hættir að leita þangað til næst Formlegum leitaraðgerðum björgunarsveitanna lauk í gærkvöldi og sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi í gærkvöldi að hann liti svo á að þætti björgunarsveitanna væri lokið. Þar til beðið sé um aðstoð að nýju. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginumog var af þeim ástæðum sérstaklega leitað eftir karlmannsfatnaði af hvaða tegund sem er við leitina um helgina. Polar Nanoq, grænlenski togarinn sem mennirnir vinna á, lét úr höfn um klukkan 20 daginn sem Birna hvarf.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30