Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Snærós Sindradóttir skrifar 23. janúar 2017 07:00 Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaga upp úr hádegi í gær. Nú er reynt að reikna út hvar hún var látin í sjóinn. Fréttablaðið/Ingólfur Grétarsson „Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
„Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira