Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 17:46 Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06
Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent