Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 17:06 Birna Brjánsdóttir. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45