Fólkið sem leitaði í dag: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 21. janúar 2017 20:30 Yfir 500 manns víðsvegar af landinu komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í dag. Svo gott sem allt Suðvesturhornið var undir en leitinni var alls deilt niður í um 2000 verkefni og var um helmingi þeirra lokið í dag. Leit dagsins var stöðvuð nú um klukkan 20 og verður framhaldið á morgun. Björgunarsveitar fólk byrjaði að streyma að húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar um klukkan 8 í morgun en þar er miðstöð leitarmanna yfir helgina. Hópur sjálfboðaliða sá til þessa að leitarfólk lagði ekki svangt af stað út í daginn. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að fólk fái að borða og við höfum aflað matar hjá fyrirtækjum hjá öðrum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og góðir við okkur og gefið okkur mikinn mat,“ segir Sigurbjörg Hilmarsdóttir hjá Slysavarnardeildinni Hraunprýði sem passaði ásamt öðrum upp á að heitt var á könnunni allan daginn. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni í dag var Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, en hún og leitarhundur hennar eru í hundabjörgunarsveit Íslands.Þverskurður þjóðarinnar „Landsbjörg er náttúrulega sjálboðaliðahreyfing og hér er fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins og þannig á Landsbjörg að vera. Hér eru fyrrverandi alþingismenn, hér eru vélfræðingar, bifvélavirkjar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Á svona stundu þá sameinast þessi hópur, þetta er þverskurður þjóðarinnar. Þannig er Landsbjörg uppbyggð og þannig á hún að vera,“ segir Ólína. Sumir ferðuðust jafnvel langa leið til að taka þátt í leitinni, til að mynda Teitur Magnússon frá Björgunarsveit Ísafjarðar.Íris Marelsdóttir„Við reynum að leggja kapp á það að aðstoða þegar hægt er,“ sagði Teitur. Allir sem gátu reyndu að svara kallinu. Íris Marelsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi mætti með börnum og tengdabörnum.Sjá einnig: Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag „Nú eru allir kallaðir út, allt baklandið, og eins og fyrir mig þá fer ég ekki af stað fyrr en allir eru búnir að leita í nokkra daga. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að nú rennur mér bara blóðið til skyldunnar. Að mæta og gera eitthvað gagn.“ Hópnum var skipt upp enda leitarsvæðið stórt, allt frá Selfossi til Borgarness. Fréttastofan slóst í hóp með björgunarsveitarmönnum að norðan sem sögðu að leitarskilyrði hafi bara verið fín í dag, þrátt fyrir rigningu. Þeir voru sendir að Hvaleyrarvatni en frægt er orðið þegar lögreglan var send þangað eftir háværan orðróm á samfélagsmiðlum.Sjá einnig: Lögreglan sendir fulltrúa aftur að Hvaleyrarvatni til að bregðast við háværum orðrómiÞað var margt um manninn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í morgunvísirÞakklátur þjóðarhjartanu Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir leitaraðgerð dagsins hafa gengið „alveg afskaplega vel“ sem rekja má til góðs skipulags undanfarinna daga. „Það var lagt upp með um 2000 verkefni fyrir leitarhópana og það er eitthvað um 50% sem er lokið nú þegar.“ Hann segir ýmislegt hafa fundist í dag - ekkert sem hægt er þó að tengja hvarfi Birnu. Hann þakkar velvilja þjóðarinnar sem meðal annars hefur birst í veglegum matar- og aðfangagjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum landsins. „Þetta er mál sem er í raun mál þjóðarinnar, þjóðarhjartað slær í okkar takti. Við höfum sannarlega fundið fyrir þessu og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og alla aðstoð sem við höfum fengið. Það er alveg ómetanlegt,“ segir Þorsteinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtölin og svipmyndir af vettvangi, sem og hvernig var um að litast í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Yfir 500 manns víðsvegar af landinu komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í dag. Svo gott sem allt Suðvesturhornið var undir en leitinni var alls deilt niður í um 2000 verkefni og var um helmingi þeirra lokið í dag. Leit dagsins var stöðvuð nú um klukkan 20 og verður framhaldið á morgun. Björgunarsveitar fólk byrjaði að streyma að húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar um klukkan 8 í morgun en þar er miðstöð leitarmanna yfir helgina. Hópur sjálfboðaliða sá til þessa að leitarfólk lagði ekki svangt af stað út í daginn. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að fólk fái að borða og við höfum aflað matar hjá fyrirtækjum hjá öðrum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og góðir við okkur og gefið okkur mikinn mat,“ segir Sigurbjörg Hilmarsdóttir hjá Slysavarnardeildinni Hraunprýði sem passaði ásamt öðrum upp á að heitt var á könnunni allan daginn. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni í dag var Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, en hún og leitarhundur hennar eru í hundabjörgunarsveit Íslands.Þverskurður þjóðarinnar „Landsbjörg er náttúrulega sjálboðaliðahreyfing og hér er fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins og þannig á Landsbjörg að vera. Hér eru fyrrverandi alþingismenn, hér eru vélfræðingar, bifvélavirkjar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Á svona stundu þá sameinast þessi hópur, þetta er þverskurður þjóðarinnar. Þannig er Landsbjörg uppbyggð og þannig á hún að vera,“ segir Ólína. Sumir ferðuðust jafnvel langa leið til að taka þátt í leitinni, til að mynda Teitur Magnússon frá Björgunarsveit Ísafjarðar.Íris Marelsdóttir„Við reynum að leggja kapp á það að aðstoða þegar hægt er,“ sagði Teitur. Allir sem gátu reyndu að svara kallinu. Íris Marelsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi mætti með börnum og tengdabörnum.Sjá einnig: Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag „Nú eru allir kallaðir út, allt baklandið, og eins og fyrir mig þá fer ég ekki af stað fyrr en allir eru búnir að leita í nokkra daga. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að nú rennur mér bara blóðið til skyldunnar. Að mæta og gera eitthvað gagn.“ Hópnum var skipt upp enda leitarsvæðið stórt, allt frá Selfossi til Borgarness. Fréttastofan slóst í hóp með björgunarsveitarmönnum að norðan sem sögðu að leitarskilyrði hafi bara verið fín í dag, þrátt fyrir rigningu. Þeir voru sendir að Hvaleyrarvatni en frægt er orðið þegar lögreglan var send þangað eftir háværan orðróm á samfélagsmiðlum.Sjá einnig: Lögreglan sendir fulltrúa aftur að Hvaleyrarvatni til að bregðast við háværum orðrómiÞað var margt um manninn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í morgunvísirÞakklátur þjóðarhjartanu Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir leitaraðgerð dagsins hafa gengið „alveg afskaplega vel“ sem rekja má til góðs skipulags undanfarinna daga. „Það var lagt upp með um 2000 verkefni fyrir leitarhópana og það er eitthvað um 50% sem er lokið nú þegar.“ Hann segir ýmislegt hafa fundist í dag - ekkert sem hægt er þó að tengja hvarfi Birnu. Hann þakkar velvilja þjóðarinnar sem meðal annars hefur birst í veglegum matar- og aðfangagjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum landsins. „Þetta er mál sem er í raun mál þjóðarinnar, þjóðarhjartað slær í okkar takti. Við höfum sannarlega fundið fyrir þessu og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og alla aðstoð sem við höfum fengið. Það er alveg ómetanlegt,“ segir Þorsteinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtölin og svipmyndir af vettvangi, sem og hvernig var um að litast í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira