Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 16:34 Xárene telur að um tvö hundruð manns hafi verið á mótmælunum gegn Donald Trump í dag. Vísir/Arnar Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira