Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 08:11 Björgunarsveitarfólk hleður batteríin fyrir daginn í húsi björgunarsveitar Hafnarfjarðar. vísir Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. Drónar og hundar verða notaðir við leitina en einnig fjöldi fjórhjóla og bíla. Auk þess munu tvær þyrlur taka þátt í leitinni en hún hefst klukkan níu.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í Fréttablaðinu í dag að stórt leitarsvæði sé undir þar sem um fjórir klukkutímar á laugardagsmorgninum 14. janúar eru óútskýrðir í ferðum rauða Kia Rio-bílsins sem talið er að tengist hvarfi Birnu. „Eins og staðan er núna þá erum við að tala um stóran hluta af suðvesturhorninu sem við getum ekki útilokað. Við erum að tala um Borgarnes, Selfoss og allt Reykjanesið. Svo má bara draga hring á milli.“ Ásgeir segir að þegar svæðið sé afmarkað sé jafnframt tekið tillit til þess kílómetrafjölda sem ekinn var á tímabilinu sem skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu bílinn til umráða. Bíllinn er bílaleigubíll og því er grannt fylgst með akstri bílsins hjá hverjum leigutaka fyrir sig. Tveir grænlenskir skipverjar af togaranum sitja í gæsluvarðhaldi. Þeir voru í vikunni úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald og gert að sæta einangrun meðan á því stendur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald en á það féllst héraðsdómur ekki. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Gríðarlega stórt leitarsvæði er undir í dag.vísir/fréttablaðiðAlls koma 500 björgunarsveitarmenn að leitinni í dag.vísir/ebgVerkefnum úthlutað í morgun.vísirLeitin hefst um níuleytið.vísir/ebgFrá fundi björgunarsveitarfólks í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. Drónar og hundar verða notaðir við leitina en einnig fjöldi fjórhjóla og bíla. Auk þess munu tvær þyrlur taka þátt í leitinni en hún hefst klukkan níu.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í Fréttablaðinu í dag að stórt leitarsvæði sé undir þar sem um fjórir klukkutímar á laugardagsmorgninum 14. janúar eru óútskýrðir í ferðum rauða Kia Rio-bílsins sem talið er að tengist hvarfi Birnu. „Eins og staðan er núna þá erum við að tala um stóran hluta af suðvesturhorninu sem við getum ekki útilokað. Við erum að tala um Borgarnes, Selfoss og allt Reykjanesið. Svo má bara draga hring á milli.“ Ásgeir segir að þegar svæðið sé afmarkað sé jafnframt tekið tillit til þess kílómetrafjölda sem ekinn var á tímabilinu sem skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu bílinn til umráða. Bíllinn er bílaleigubíll og því er grannt fylgst með akstri bílsins hjá hverjum leigutaka fyrir sig. Tveir grænlenskir skipverjar af togaranum sitja í gæsluvarðhaldi. Þeir voru í vikunni úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald og gert að sæta einangrun meðan á því stendur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald en á það féllst héraðsdómur ekki. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Gríðarlega stórt leitarsvæði er undir í dag.vísir/fréttablaðiðAlls koma 500 björgunarsveitarmenn að leitinni í dag.vísir/ebgVerkefnum úthlutað í morgun.vísirLeitin hefst um níuleytið.vísir/ebgFrá fundi björgunarsveitarfólks í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53