Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Þrotlaus vinna færustu rannsóknarlögreglumanna undanfarna sex sólarhringa er smátt og smátt að skýra myndina varðandi hvarf Birnu Brjánsdóttur. Við skýrum frá því nýjasta í rannsókninni í kvöldfréttum okkar og heyrum í fólki sem þekkir til á Grænlandi þar sem fólk er slegið yfir hvarfi Birnu.

Við sýnum frá embættistöku Donald Trump sem í dag varð fertugasti og fimmti forseti Bandaríkjanna, skoðum eftirlitsmyndavélar í borginni og sýnum ógleymanlegar myndir af börnum og fullorðnum í keng eftir að hafa smakkað kæstan hákarl.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×