Utanríkisráðherra Grænlands hættir við Noregsför vegna hvarfs Birnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2017 06:15 Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni. Vísir Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni, hefur hætt við fyrirhugaða þátttöku sína í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontier sem hefjast átti um helgina í Noregi. Hann mun þess í stað einbeita sér að máli grænlensku sjómannanna sem handteknir hafa verið í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR. Þar er greint frá því að nítján af 28 skipverjum Polar Nanoq séu grænlenskir. Margir áhyggjufullir aðstandendur þeirra hafi því leitað til utanríkisráðuneytis Grænlands til þess að fá aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum KNR mun utanríkisráðuneyti Grænlands starfa náið með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, vegna málsins. Í það minnsta tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Tveir skipverjar til viðbótar voru einnig handteknir en öðrum þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fannst um borð í Polar Nanoq. Í frétt KNR segir að þeir sem hafi verið handteknir, sem og vitni í málinu, eigi rétt á því að fá aðstoð frá sendiráði sínu, í þessu tilviki danska sendiráðinu í Reykjavík. Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq er nú stödd á hóteli í Reykjavík þar sem henni hefur verið boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands og aðstoð túlks.Þá hefur grænlenska utanríkisráðuneytið komið upp upplýsinganúmeri þar sem aðstandendur áhafnar Polar Nanoq geta komist í samband við utanríkisráðuneytið til að fá upplýsingar um framvindu mála. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni, hefur hætt við fyrirhugaða þátttöku sína í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontier sem hefjast átti um helgina í Noregi. Hann mun þess í stað einbeita sér að máli grænlensku sjómannanna sem handteknir hafa verið í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR. Þar er greint frá því að nítján af 28 skipverjum Polar Nanoq séu grænlenskir. Margir áhyggjufullir aðstandendur þeirra hafi því leitað til utanríkisráðuneytis Grænlands til þess að fá aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum KNR mun utanríkisráðuneyti Grænlands starfa náið með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, vegna málsins. Í það minnsta tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Tveir skipverjar til viðbótar voru einnig handteknir en öðrum þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fannst um borð í Polar Nanoq. Í frétt KNR segir að þeir sem hafi verið handteknir, sem og vitni í málinu, eigi rétt á því að fá aðstoð frá sendiráði sínu, í þessu tilviki danska sendiráðinu í Reykjavík. Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq er nú stödd á hóteli í Reykjavík þar sem henni hefur verið boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands og aðstoð túlks.Þá hefur grænlenska utanríkisráðuneytið komið upp upplýsinganúmeri þar sem aðstandendur áhafnar Polar Nanoq geta komist í samband við utanríkisráðuneytið til að fá upplýsingar um framvindu mála.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11