Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2017 19:32 Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira