Innlent

Meisam heimilað að ferðast til Bandaríkjanna

atli ísleifsson skrifar
Meisam Rafiei fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir fimm árum
Meisam Rafiei fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir fimm árum facebook
Meisam Rafiei hefur fengið heimild til að ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann hyggst keppa fyrir Íslands hönd í taikwondo á Opna bandaríska meistaramótinu í Las Vegas.

RÚV greinir frá þessu en Meisam var í gær meinað að ferðast til landsins vegna nýrrar tilskipunar Donald Trump Bandaríkjaforseta sem bannar ríkisborgurum frá sjö ríkjum í Mið-Austurlöndum og Afríku að koma til landsins.

Meisam segir að sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hafi haft samband við sig og sagt að þar sem hann væri íþróttamaður á leið á keppnismót, væri honum heimilt að fara.

Meisam fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir fimm árum síðan en honum var meinað að fara til Bandaríkjanna sökum þess að hann er fæddur í Íran.

Meisam er landsliðsmaður Íslands í teakwondo og fyrrverandi landsliðsþjálfari.


Tengdar fréttir

ÍSÍ harmar mismunun vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að Meisam Rafiei var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×