Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 20:17 Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar. Formaður Landverndar segir það þversagnakennt hve lítið sé talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni, í ljósi þess að lofstlagsváin hafi aðeins orðið meiri á undanförnum árum. „Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
„Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira