Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Gunnar atli gunnarsson skrifar 30. janúar 2017 18:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45
Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30
Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09
Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00