Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með komu sýrlenskra flóttamanna til landsins en við komuna til landsins héldu þau til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók formlega á móti þeim.

Við verðum í beinni frá Bessastöðum og ræðum þar við Þorstein Víglundsson félagsmálaráðherra.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta en þeim hefur verið mótmælt víða. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir þróunina vestanhafs vera dapurlega.

Þá kynnum við okkur snjóflóðavarnir við Esju, rannsóknir á jarðvirkni við Kötlu og verðum í beinni frá Grænlandi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×