Drög að frumvarpi um rafrettur: Bannaðar innan átján, bannað að auglýsa og notkun í almannarými takmörkuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:00 Frumvarp um rafrettur felur í raun í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir. vísir/getty Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð. Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð.
Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30
Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00
Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54