Þúsundir ferðamanna sátu eftir vegna veðurs Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. febrúar 2017 06:00 Bílastæðið hjá Iceland Excursions var fullt af rútum fyrri hluta dags í gær, þar sem engar ferðir voru farnar út á land. vísir/ernir Ferðaþjónusta Þúsundir ferðamanna sem áttu pantaðar skoðunarferðir með íslenskum rútubílafyrirtækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine.vísir/eyþórÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine ferðaþjónustufyrirtækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósaferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenjuslæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæðum með skilningi. Enda sé fyrirtækið með ákveðnar öryggis- og viðbragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Karlssyni innivarðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ferðaþjónusta Þúsundir ferðamanna sem áttu pantaðar skoðunarferðir með íslenskum rútubílafyrirtækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine.vísir/eyþórÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine ferðaþjónustufyrirtækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósaferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenjuslæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæðum með skilningi. Enda sé fyrirtækið með ákveðnar öryggis- og viðbragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Karlssyni innivarðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira