Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Haraldur Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Norðurturninn hf. við Smáralind hefur stefnt verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Vísir/GVA Norðurturninn hf. við Smáralind hefur stefnt verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vill staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Framkvæmdastjóri Norðurturnsins segir framkvæmdirnar fyrirhuguðu rýra réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Forstjóri Regins, eiganda verslunarmiðstöðvarinnar, segir þær byggja á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan komi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. „Þeir vilja taka hluta af bílastæðum á suðvesturhorninu, um 600 stæði, sem færi undir byggð, án þess að hafa samráð við okkur, og þar með er gengið á rétt Norðurturnsins á grundvelli þeirra þinglýstu kvaða sem eru á lóðunum um gagnkvæma samnýtingu bílastæða,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Auðvitað er BYGG [Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf.] sprautan á bak við þetta allt saman og að mínu mati ráða nátttröllsviðhorf ríkjum þarna,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í samtali við Markaðinn.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.Vísir/GVABYGG og ríkið stærst Stjórnendur Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. líta svo á að viðskiptavinir og starfsfólk verslunarmiðstöðvarinnar megi nota öll bílastæði hennar, um þrjú þúsund. Leigutakar Norðurturnsins og viðskiptavinir þeirra eigi aftur á móti ekki rétt á sameiginlegum afnotum nema þegar kemur að bílastæðahúsinu sem byggt var við turninn. „Þarna er um að ræða bílastæði sem eru inni á lóð Smáralindar og með því að taka þau í burtu er verið að auka þunga á bílastæði okkar því þau eru svokölluð „prime-stæði“ og eru fyrst og síðast hugsuð fyrir viðskiptavini eða starfsmenn leigutaka okkar í turninum. Með þessu er verið að rýra þau réttindi að okkar mati. Fyrst og síðast erum við þarna í viðurkenningarmáli og viljum að þinglýst skjöl séu virt. Við höfum andmælt deiliskipulaginu og sent það til úrskurðarnefndar um skipulagsmál en þar var ekki tekin afstaða til þessarar kröfu okkar og vísað á dómstóla. Það væri eðlilegast að þeir úrskurði um þetta. Þetta skiptir máli varðandi samskipti þessara tveggja lögaðila í framtíðinni,“ segir Ríkharð Ottó. Hjúpur, dótturfélag BYGG, er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Þar á eftir kemur íslenska ríkið sem tók við 26,8 prósentum sem hluta af stöðugleikaframlagi slitabús Glitnis. Íslandsbanki, sem er í eigu ríkisins, er einnig í hluthafahópnum og rekur höfuðstöðvar sínar í Norðurturninum. BYGG var aðalverktaki framkvæmdanna við turninn og var í eigendahópi Fasteignafélags Íslands sem hóf byggingu hans árið 2007. Félagið átti þá einnig Smáralindina en framkvæmdirnar stöðvuðust í nóvember 2008 og í kjölfarið var farið fram á greiðslustöðvun Fasteignafélags Íslands. Norðurturninn hf. var síðan stofnaður af kröfuhöfum og fjárfestum sem luku verkinu í fyrra.Hér má sjá teikningu af Smáralindinni, Norðurturninum og fyrirhuguðum framkvæmdum Klasa. 201 Smári er efst á myndinni fyrir miðju.Jvantspijker„Þeirra lokatilraun“ Íbúðahverfið 201 Smári á að rísa á um þriggja og hálfs hektara nær óbyggðu svæði sunnan við Smáralindina. Þar er gert ráð fyrir um 84 þúsund fermetrum af nýju húsnæði eða um 620 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Fasteignafélagið Klasi, í eigu fjárfestanna Finns Reyrs Stefánssonar, Tómasar Kristjánssonar og Ingva Jónassonar, hefur síðustu ár unnið að þróun svæðisins í samstarfi við Regin og Kópavogsbæ sem á bílastæðin við heilsugæsluna Hvamm. Nýtt deiliskipulag svæðisins tók gildi í fyrra og stefnt er að því að uppbygging hefjist á þessu ári. Eignarhaldsfélagið Smáralind var í maí 2013 sýknað í Hæstarétti af kröfum þrotabús Norðurturnsins um greiðslu 1,3 milljarða króna sem byggðu á því að fyrrnefnda félagið hefði skuldbundið sig til að leggja til fjármuni til byggingar turnsins og þá bílastæðahúss hans. „Þeir eru búnir að stefna okkur hægri vinstri síðustu fimm árin, það er Norðurturninn og eigendur hans. Við erum búin að vinna fyrri mál á öllum stigum en eitt þeirra snerist meðal annars um þátttöku í kostnaði við bílastæði turnsins. Okkar tilgangur með þessu verkefni, sem við erum einungis hluti af, er að bæta nýtingu á landinu og byggja þarna upp fjölbreyttar íbúðir og bæta bílastæðaaðkomu. Þetta er hluti af heildarsýn svæðisins þar sem horft er til skipulagsmála, umferðarmála og nýrrar nálgunar í samgöngumálum,“ segir Helgi. „Við erum alls ekki að ganga á bílastæði. Eitt af okkar sterku tækifærum í Smáralind er fólgið í mörgum bílastæðum. Auðvitað lendir maður oft í því að slást við svona aðila sem eru að reyna að standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í samfélaginu. Þeir hafa reynt að setja spýtu í tannhjólið hjá okkur og reynt að nota allar hugsanlegar aðferðir. Það hefur verið sett fyrir kærunefndir á öllum stigum og fengið eðlilega umfjöllun og verið vísað frá eða hafnað. Þetta er lokatilraun þeirra til að trufla verkefnið,“ segir forstjóri Regins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Norðurturninn hf. við Smáralind hefur stefnt verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vill staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Framkvæmdastjóri Norðurturnsins segir framkvæmdirnar fyrirhuguðu rýra réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Forstjóri Regins, eiganda verslunarmiðstöðvarinnar, segir þær byggja á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan komi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. „Þeir vilja taka hluta af bílastæðum á suðvesturhorninu, um 600 stæði, sem færi undir byggð, án þess að hafa samráð við okkur, og þar með er gengið á rétt Norðurturnsins á grundvelli þeirra þinglýstu kvaða sem eru á lóðunum um gagnkvæma samnýtingu bílastæða,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Auðvitað er BYGG [Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf.] sprautan á bak við þetta allt saman og að mínu mati ráða nátttröllsviðhorf ríkjum þarna,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í samtali við Markaðinn.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.Vísir/GVABYGG og ríkið stærst Stjórnendur Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. líta svo á að viðskiptavinir og starfsfólk verslunarmiðstöðvarinnar megi nota öll bílastæði hennar, um þrjú þúsund. Leigutakar Norðurturnsins og viðskiptavinir þeirra eigi aftur á móti ekki rétt á sameiginlegum afnotum nema þegar kemur að bílastæðahúsinu sem byggt var við turninn. „Þarna er um að ræða bílastæði sem eru inni á lóð Smáralindar og með því að taka þau í burtu er verið að auka þunga á bílastæði okkar því þau eru svokölluð „prime-stæði“ og eru fyrst og síðast hugsuð fyrir viðskiptavini eða starfsmenn leigutaka okkar í turninum. Með þessu er verið að rýra þau réttindi að okkar mati. Fyrst og síðast erum við þarna í viðurkenningarmáli og viljum að þinglýst skjöl séu virt. Við höfum andmælt deiliskipulaginu og sent það til úrskurðarnefndar um skipulagsmál en þar var ekki tekin afstaða til þessarar kröfu okkar og vísað á dómstóla. Það væri eðlilegast að þeir úrskurði um þetta. Þetta skiptir máli varðandi samskipti þessara tveggja lögaðila í framtíðinni,“ segir Ríkharð Ottó. Hjúpur, dótturfélag BYGG, er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Þar á eftir kemur íslenska ríkið sem tók við 26,8 prósentum sem hluta af stöðugleikaframlagi slitabús Glitnis. Íslandsbanki, sem er í eigu ríkisins, er einnig í hluthafahópnum og rekur höfuðstöðvar sínar í Norðurturninum. BYGG var aðalverktaki framkvæmdanna við turninn og var í eigendahópi Fasteignafélags Íslands sem hóf byggingu hans árið 2007. Félagið átti þá einnig Smáralindina en framkvæmdirnar stöðvuðust í nóvember 2008 og í kjölfarið var farið fram á greiðslustöðvun Fasteignafélags Íslands. Norðurturninn hf. var síðan stofnaður af kröfuhöfum og fjárfestum sem luku verkinu í fyrra.Hér má sjá teikningu af Smáralindinni, Norðurturninum og fyrirhuguðum framkvæmdum Klasa. 201 Smári er efst á myndinni fyrir miðju.Jvantspijker„Þeirra lokatilraun“ Íbúðahverfið 201 Smári á að rísa á um þriggja og hálfs hektara nær óbyggðu svæði sunnan við Smáralindina. Þar er gert ráð fyrir um 84 þúsund fermetrum af nýju húsnæði eða um 620 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Fasteignafélagið Klasi, í eigu fjárfestanna Finns Reyrs Stefánssonar, Tómasar Kristjánssonar og Ingva Jónassonar, hefur síðustu ár unnið að þróun svæðisins í samstarfi við Regin og Kópavogsbæ sem á bílastæðin við heilsugæsluna Hvamm. Nýtt deiliskipulag svæðisins tók gildi í fyrra og stefnt er að því að uppbygging hefjist á þessu ári. Eignarhaldsfélagið Smáralind var í maí 2013 sýknað í Hæstarétti af kröfum þrotabús Norðurturnsins um greiðslu 1,3 milljarða króna sem byggðu á því að fyrrnefnda félagið hefði skuldbundið sig til að leggja til fjármuni til byggingar turnsins og þá bílastæðahúss hans. „Þeir eru búnir að stefna okkur hægri vinstri síðustu fimm árin, það er Norðurturninn og eigendur hans. Við erum búin að vinna fyrri mál á öllum stigum en eitt þeirra snerist meðal annars um þátttöku í kostnaði við bílastæði turnsins. Okkar tilgangur með þessu verkefni, sem við erum einungis hluti af, er að bæta nýtingu á landinu og byggja þarna upp fjölbreyttar íbúðir og bæta bílastæðaaðkomu. Þetta er hluti af heildarsýn svæðisins þar sem horft er til skipulagsmála, umferðarmála og nýrrar nálgunar í samgöngumálum,“ segir Helgi. „Við erum alls ekki að ganga á bílastæði. Eitt af okkar sterku tækifærum í Smáralind er fólgið í mörgum bílastæðum. Auðvitað lendir maður oft í því að slást við svona aðila sem eru að reyna að standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í samfélaginu. Þeir hafa reynt að setja spýtu í tannhjólið hjá okkur og reynt að nota allar hugsanlegar aðferðir. Það hefur verið sett fyrir kærunefndir á öllum stigum og fengið eðlilega umfjöllun og verið vísað frá eða hafnað. Þetta er lokatilraun þeirra til að trufla verkefnið,“ segir forstjóri Regins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira