95% fasteignalán: Höfum áður brennt okkur á þessari umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2017 11:45 Mikill þrýstingur er á fasteignmarkaði sem stendur. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að skýr merki séu á fasteignamarkaði um ofhitnun og bólumyndun. Rétt sé að hafa áhyggjur af ástandinu enda sé hækkun á fasteignaverði langt umfram kaupmáttaraukningu. Lausnin sé að auka framboð á lóðum og smærri íbúðum, en ekki hærra lánshlutfall. Það hafi áður leitt okkur í ógöngur. Þorsteinn var spurður álits í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun á 95% fasteignalánum sem byggingarfélagið Þak hefur í hyggju að veita. Um er að ræða lán sem brúar bilið frá bankalánum, á bilinu 10-15% af kaupverði, og ber 9,8% vexti í 7 ár. Í frétt Vísis í gær kom fram að fleiri byggingarfélög hefðu áhuga á að feta í sömu fótspor. „Mér leist ekkert séstaklega vel á þessa leið og þegar ég kynnti mér hana betur þá leist mér enn verr á hana, þegar að ég sá að lánið er á mjög háum vöxtum til mjög skamms tíma. Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,“ segir Þorsteinn. Sjá einnig: Bjóða 95% fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“Þorsteinn VíglundssonVísirÁður brennt okkur Hann segir að rétt sé að varast umræðuna um aukið veðhluftall, Íslendingar hafi brennt sig á henni áður. 90% fasteignalán voru til að mynda eitt aðalkosningamál Framsóknarflokksins árið 2003, lán sem voru harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þau hafi blásið upp fasteignaverð og aukið þrýstinginn á markaðinn á þenslutíma. „Við þekkjum hvað gerðist hér síðast,“ segir Þorsteinn. „Þetta var fyrst og fremst til að sprengja frekar upp fasteignaverðið og setti fólk oft í mjög skuldsetta stöðu. Það mátti lítið við að fasteignaverð lækkaði að nýju og við fórum í gegnum mjög sársaukafulla og kostnaðarsama aðlögun hvað þetta varðar eftir hrun. Þann leik viljum við ekki endurtaka,“ segir Þorsteinn. „Meintum vanda ungs fólks var mætt með hærri veðsetningu sem á endanum skapaði miklu meira vandamál en það leysti.“ Hann segir lausnina því ekki fólgna í auknu svigrúmi til lántöku, vinna þurfi betur á framboðshliðinni ef tryggja á jafnvægi á fasteignamarkaði til langtíma. Þannig verði að tryggja aukið lóðaframboð og byggja smærra, það muni til að mynda auðvelda ungu fólki að taka fyrsta, erfiða, skrefið inn á húsnæðismarkaðinn. Til þess þarf að efla samtal ríkis við sveitarfélögin, jafnt sem samtalið á milli þeirra. Þrýstingurinn sé mikill á markaðnum núna og segir Þorsteinn að í ráðuneyti hans sé talað um skýr merki ofhitnunar og bólumyndunar – þau beri að varast. Fasteignaverð sé að hækka langt umfram kaupmáttaraukningu. Því sé að öllum líkindum ekki rétti tíminn til að kaupa fasteign. Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að skýr merki séu á fasteignamarkaði um ofhitnun og bólumyndun. Rétt sé að hafa áhyggjur af ástandinu enda sé hækkun á fasteignaverði langt umfram kaupmáttaraukningu. Lausnin sé að auka framboð á lóðum og smærri íbúðum, en ekki hærra lánshlutfall. Það hafi áður leitt okkur í ógöngur. Þorsteinn var spurður álits í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun á 95% fasteignalánum sem byggingarfélagið Þak hefur í hyggju að veita. Um er að ræða lán sem brúar bilið frá bankalánum, á bilinu 10-15% af kaupverði, og ber 9,8% vexti í 7 ár. Í frétt Vísis í gær kom fram að fleiri byggingarfélög hefðu áhuga á að feta í sömu fótspor. „Mér leist ekkert séstaklega vel á þessa leið og þegar ég kynnti mér hana betur þá leist mér enn verr á hana, þegar að ég sá að lánið er á mjög háum vöxtum til mjög skamms tíma. Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,“ segir Þorsteinn. Sjá einnig: Bjóða 95% fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“Þorsteinn VíglundssonVísirÁður brennt okkur Hann segir að rétt sé að varast umræðuna um aukið veðhluftall, Íslendingar hafi brennt sig á henni áður. 90% fasteignalán voru til að mynda eitt aðalkosningamál Framsóknarflokksins árið 2003, lán sem voru harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þau hafi blásið upp fasteignaverð og aukið þrýstinginn á markaðinn á þenslutíma. „Við þekkjum hvað gerðist hér síðast,“ segir Þorsteinn. „Þetta var fyrst og fremst til að sprengja frekar upp fasteignaverðið og setti fólk oft í mjög skuldsetta stöðu. Það mátti lítið við að fasteignaverð lækkaði að nýju og við fórum í gegnum mjög sársaukafulla og kostnaðarsama aðlögun hvað þetta varðar eftir hrun. Þann leik viljum við ekki endurtaka,“ segir Þorsteinn. „Meintum vanda ungs fólks var mætt með hærri veðsetningu sem á endanum skapaði miklu meira vandamál en það leysti.“ Hann segir lausnina því ekki fólgna í auknu svigrúmi til lántöku, vinna þurfi betur á framboðshliðinni ef tryggja á jafnvægi á fasteignamarkaði til langtíma. Þannig verði að tryggja aukið lóðaframboð og byggja smærra, það muni til að mynda auðvelda ungu fólki að taka fyrsta, erfiða, skrefið inn á húsnæðismarkaðinn. Til þess þarf að efla samtal ríkis við sveitarfélögin, jafnt sem samtalið á milli þeirra. Þrýstingurinn sé mikill á markaðnum núna og segir Þorsteinn að í ráðuneyti hans sé talað um skýr merki ofhitnunar og bólumyndunar – þau beri að varast. Fasteignaverð sé að hækka langt umfram kaupmáttaraukningu. Því sé að öllum líkindum ekki rétti tíminn til að kaupa fasteign.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent