Á þriðja hundrað ferðamenn slösuðust í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2017 06:30 Þessi bíll fór út af Reykjanesbraut, valt og endaði á toppnum. vísir/heiða Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðaröryggi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag.Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 prósent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlutfallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 prósent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þéttbýli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vegakerfið til þess að bæta umferðaröryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunnar Geir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoðunar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönnum eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlendingum voru 11 sem slösuðust í þéttbýli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleigum yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman undir sama hatt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðaröryggi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag.Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 prósent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlutfallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 prósent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þéttbýli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vegakerfið til þess að bæta umferðaröryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunnar Geir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoðunar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönnum eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlendingum voru 11 sem slösuðust í þéttbýli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleigum yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman undir sama hatt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira