Innlent

Víglínan í beinni

Það er af nógu að taka í þjóðmálaumræðunni hér innanlands þessa vikuna og í alþjóðamálum. Sjómenn hafa nú verið í verkfalli á áttundu viku og deila þeirra við útgerðarmenn í algerum hnút og farið að þrýsta á stjórnvöld að blanda sér í málið.

Á Alþingi er komið fram enn eitt frumvarpið um áfengi í almennar verslanir og menn eiga örugglega eftir að deila hart um það sem og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. En á Landspítalanum er nú viðbragðsstig vegna flensufaraldurs og óvenju mikilla innlagna.

Svo er það umheimurinn. Donald Trump hefur verið forseti í hálfan mánuð og tekst nánast á hverjum degi að gera allt vitlaust.

Gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í dag eru þingmennirnir Teitur Björn Einarsson, Birgitta Jónsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson og Lilja Alfreðsdóttir.

Víglínan hefst klukkan 12:20 í beinni útsendingu á Vísi og opinni dagskrá á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×