Leitin að Birnu jók styrki Landsbjargar Snærós Sindradóttir skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fjölmargir leituðu að Birnu. Vísir/Vilhelm Ríflega 1.800 manns hafa skráð sig sem mánaðarlega stuðningsaðila Slysavarnafélagsins Landsbjargar síðan aðkoma björgunarsveitanna hófst að leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Aldrei hafa fleiri skráð sig í stuðningskerfi Landsbjargar á jafn skömmum tíma eða vegna einstaks máls. Þá hafa um fjórar milljónir króna safnast í einstökum styrkjum til Landsbjargar. Stærsti styrkurinn kemur frá Polar Seafood, fyrirtækinu sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq, eða um 1,6 milljónir króna. Næst á eftir eru styrkir frá einstaklingum sem hafa verið töluvert margir og flestir í kringum 500 til 1.500 krónur. „Fyrir þetta erum við afskaplega þakklát. Okkur skortir eiginlega orð fyrir þennan stuðning,“ segir Þorsteinn G. Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Þjóðin hefur fylgst með þessu máli og Birna blessunin á hlut í hjarta þjóðarinnar. Foreldrar hennar beindu því til almennings að vera ekki með fjársöfnun til þeirra heldur láta fé af hendi rakna til björgunarsveitanna. Þetta er miklu meira en við höfum séð áður sem við getum tengt einhverjum einstökum viðburði eða aðgerð,“ segir Þorsteinn. Nærri 800 björgunarsveitarmenn komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir frá mánudeginum 16. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar Birna fannst látin við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Ríflega 1.800 manns hafa skráð sig sem mánaðarlega stuðningsaðila Slysavarnafélagsins Landsbjargar síðan aðkoma björgunarsveitanna hófst að leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Aldrei hafa fleiri skráð sig í stuðningskerfi Landsbjargar á jafn skömmum tíma eða vegna einstaks máls. Þá hafa um fjórar milljónir króna safnast í einstökum styrkjum til Landsbjargar. Stærsti styrkurinn kemur frá Polar Seafood, fyrirtækinu sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq, eða um 1,6 milljónir króna. Næst á eftir eru styrkir frá einstaklingum sem hafa verið töluvert margir og flestir í kringum 500 til 1.500 krónur. „Fyrir þetta erum við afskaplega þakklát. Okkur skortir eiginlega orð fyrir þennan stuðning,“ segir Þorsteinn G. Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Þjóðin hefur fylgst með þessu máli og Birna blessunin á hlut í hjarta þjóðarinnar. Foreldrar hennar beindu því til almennings að vera ekki með fjársöfnun til þeirra heldur láta fé af hendi rakna til björgunarsveitanna. Þetta er miklu meira en við höfum séð áður sem við getum tengt einhverjum einstökum viðburði eða aðgerð,“ segir Þorsteinn. Nærri 800 björgunarsveitarmenn komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir frá mánudeginum 16. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar Birna fannst látin við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira