Hildur frumsýnir Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2017 12:00 Hildur tekur þátt í söngkeppni sjónvarpsins. Vísir/Stefán „Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er „motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þannig að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á milli landa í Evrópu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, um tónlistarmyndbandið við lagið Bammbaramm sem hún sendir inn í Söngkeppni sjónvarpsins. „Við vildum gera virkilega hresst og krúttlegt vídjó í anda lagsins og textans og við fengum innblástur frá japönskum karaoke-vídjóum. Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu.” Hildur segir að lagið fjalli um augnablikið þegar þú hittir manneskju sem þú verður skotin í. „Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag, því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina. Ég er búin að fá virkilega góð viðbrögð við laginu og margir hafa orð á að nú sé tími að senda út hresst lag í keppnina og ég gæti ekki verið meira sammála.“ Hildur er nú í óða önn að undirbúa sviðssetningu lagsins, en Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar þann 25.febrúar. „Það er virkilega mikil tilhlökkun í mér að flytja lagið því að ég held að sviðssetningin muni gefa laginu byr undir báða vængi. Þetta verður ein stór gleðibomba sem ég vona að hrífi fólk með sér”. Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum: Facebook: facebook.com/hihildur Snapchat: hildur.kristin Instagram: instagram.com/hihildur Eurovision Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Sjá meira
„Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er „motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þannig að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á milli landa í Evrópu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, um tónlistarmyndbandið við lagið Bammbaramm sem hún sendir inn í Söngkeppni sjónvarpsins. „Við vildum gera virkilega hresst og krúttlegt vídjó í anda lagsins og textans og við fengum innblástur frá japönskum karaoke-vídjóum. Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu.” Hildur segir að lagið fjalli um augnablikið þegar þú hittir manneskju sem þú verður skotin í. „Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag, því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina. Ég er búin að fá virkilega góð viðbrögð við laginu og margir hafa orð á að nú sé tími að senda út hresst lag í keppnina og ég gæti ekki verið meira sammála.“ Hildur er nú í óða önn að undirbúa sviðssetningu lagsins, en Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar þann 25.febrúar. „Það er virkilega mikil tilhlökkun í mér að flytja lagið því að ég held að sviðssetningin muni gefa laginu byr undir báða vængi. Þetta verður ein stór gleðibomba sem ég vona að hrífi fólk með sér”. Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum: Facebook: facebook.com/hihildur Snapchat: hildur.kristin Instagram: instagram.com/hihildur
Eurovision Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Sjá meira