Milljón manns í 300 íbúa þorpi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 ÁSgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. vísir/vilhelm „Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira