Eva Laufey töfraði fram hollt og gott fiski takkó ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 21:17 Eva Laufey töfraði fram fiski takkó með mangósalsa í kvöldfréttum stöðvar 2 í kvöld ásamt Sindra Sindrasyni. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að ofan og uppskriftina hér fyrir neðan. Mangósalsa 1 mangó 1 rauð paprika 1 – 2 msk saxað kóríander 2 msk saxaður vorlaukur salt og pipar safinn úr hálfri límónu 1 tsk ólíuolía Aðferð: Saxið öll hráefnin frekar smátt og blandið saman í skál, hellið límónusafanum og ólífuolíunni yfir og hrærið. Kryddið til með salt og pipar. Gott er að geyma salsa inn í ísskáp í um það bil hálftíma áður en það er borið fram en með því verður það mun bragðmeira. Létt lárperu- og límónusósa 1 dós sýrður rjómi 2 hvítlauksrif 1 lárpera safinn úr hálfri límónu salt og pipar smávegis af kóríander, magn eftir smekk Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnusluvél og maukið þar til sósan verður silkimjúk. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél getið þið auðvitað notað gaffal eða annað eldhústól og maukað sósuna saman. Fiski takkó 600 g ýsa (Þið getið að sjálfsögðu notað hvaða fisk sem er) 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd ¼ tsk cumin krydd ½ tsk hvítlauksduft 1 msk rifinn börkur af límónu 1 hvítlauksrif Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið fiskinn í eldfast mót. Kryddið fiskinn með þeim kryddum sem eru talin upp hér að ofan og hellið síðan ólífuolíu yfir og nuddið vel þannig að kryddin þekji fiskinn vel. Rífið límónubörk og hvítlauksrif yfir. Best er að leyfa fiskinum að liggja í marineringunni í smá stund en með því verður fiskurinn enn bragðbetri. Steikið fiskinn upp úr olíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, kreistið gjarnan smávegis af límónusafa yfir rétt í lokin. Berið fiskinn fram í tortilla vefjum með mangósalsa og lárperu-og límónusósunni. Njótið vel. Eva Laufey Meistaramánuður Partýréttir Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Eva Laufey töfraði fram fiski takkó með mangósalsa í kvöldfréttum stöðvar 2 í kvöld ásamt Sindra Sindrasyni. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að ofan og uppskriftina hér fyrir neðan. Mangósalsa 1 mangó 1 rauð paprika 1 – 2 msk saxað kóríander 2 msk saxaður vorlaukur salt og pipar safinn úr hálfri límónu 1 tsk ólíuolía Aðferð: Saxið öll hráefnin frekar smátt og blandið saman í skál, hellið límónusafanum og ólífuolíunni yfir og hrærið. Kryddið til með salt og pipar. Gott er að geyma salsa inn í ísskáp í um það bil hálftíma áður en það er borið fram en með því verður það mun bragðmeira. Létt lárperu- og límónusósa 1 dós sýrður rjómi 2 hvítlauksrif 1 lárpera safinn úr hálfri límónu salt og pipar smávegis af kóríander, magn eftir smekk Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnusluvél og maukið þar til sósan verður silkimjúk. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél getið þið auðvitað notað gaffal eða annað eldhústól og maukað sósuna saman. Fiski takkó 600 g ýsa (Þið getið að sjálfsögðu notað hvaða fisk sem er) 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd ¼ tsk cumin krydd ½ tsk hvítlauksduft 1 msk rifinn börkur af límónu 1 hvítlauksrif Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið fiskinn í eldfast mót. Kryddið fiskinn með þeim kryddum sem eru talin upp hér að ofan og hellið síðan ólífuolíu yfir og nuddið vel þannig að kryddin þekji fiskinn vel. Rífið límónubörk og hvítlauksrif yfir. Best er að leyfa fiskinum að liggja í marineringunni í smá stund en með því verður fiskurinn enn bragðbetri. Steikið fiskinn upp úr olíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, kreistið gjarnan smávegis af límónusafa yfir rétt í lokin. Berið fiskinn fram í tortilla vefjum með mangósalsa og lárperu-og límónusósunni. Njótið vel.
Eva Laufey Meistaramánuður Partýréttir Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira