Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2017 12:45 Vonir standa til að þetta tæki skilji íslensku von bráðar. Visir/AFP „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir eftir að Alexa, stafrænn aðstoðarmaður Amazon, gat ekki orðið við beiðni hennar um að spila ákveðna tegund af tónlist. Birna, sem er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum, var ein þeirra sem flutti erindi á Menntadegi Samtaka atvinnulífsins þar sem umfjöllunarefnið var íslensk máltækni, staða hennar og þróun. Vísir hefur á undanförnum árum fjallað ítarlega um þær hættur sem steðja að íslenskri tungi í kjölfar snjalltækjavæðingar. Sérfræðingar í íslenskri máltækni hafa varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni, þróuninni fleygi fram, og íslenskan geti ekki setið eftir, enda sé íslenska talin í næstmestri hættu á að lifa ekki áfram á netinu eða snjalltækjum, samkvæmt rannsókn frá árinu 2012.Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsBirna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá SímanumBirna mætti með Alexu og í samskiptum Birnum við tækið mátti glögglega sjá hversu langt tæknin er komin. Hægt er að ræða við Alexu og biðja hana um að framkvæma ýmsar aðgerðir, líkt og Birna sýndi fram á. Gat Alexa til að mynda svarað því hver væri forseti Íslands og gefið grunnupplýsingar um Ísland. Samskiptin fóru þó öll fram á ensku enda skilur Alexa ekki íslensku, ennþá að minnsta kosti.Sjá einnig: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og KarlsÞessu vilja Samtök atvinnulífsins breyta og hafa lagt til að á næstu árum verði lagðir tveir milljarðar í verkefni svo efla megi þróun í íslenskri máltækni.Alexa fylgir Amazon Echo, snjallgræju fyrirtækisins.Mynd/VísirUngt fólk hratt að tileinka sér tækni en íslenskunni hrakar Í máli Birnu kom fram að hjá Símanum kæmi mikið af ungu fólki til starfa, beint eftir nám, til þess að næla sér í starfsreynslu. Það starfaði gjarnan í framlínu fyrirtækisins við aðstoða viðskiptavini og um mikið hæfileikafólk væri að ræða. Það sé þó einn grundvallarmunur á þeim einstaklingum sem nú komi til starfa og þeim sem hafi komið til starfa fyrir fimm árum. „Það sem við sjáum er að á alls ekki mörgum árum er þetta fólk í allt öðru umhverfi en við,“ sagði Birna. „Þau eru miklu fljótari að tileinka sér starfið og tæknilega umhverfið. Þau eru ofboðslega fljót að setja sig í hlutina. Þau eru bara ekki næstum því jafn góð í íslensku og fyrir fimm árum.“Sjá einnig: Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“Taldi Birna að ástæðuna mætti að hluta til rekja til þess að unga fólkið lifi og hrærist í heimi snjalltækja og á netinu. Íslenskan væri ef til vill ekki jafn mikilvæg fyrir þau, í alþjóðlegu umhverfi, og fyrir eldri kynslóðir Íslendinga. „Þau eru ofboðslega klár en þau leiðrétta ekki hvort annað. Þau er ekki viðkvæm ef við leiðréttum þau. Þeim finnst þetta ekki mikið mál,“ sagði Birna. „Við finnum að það er að myndast kynslóðabil.“Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við unga íslenska drengi sem léku sér frekar saman á ensku en íslensku.Íslensk máltækni hafsjór tækifæra Í máli kom einnig fram þau tækifæri sem felast í því að setja aukinn kraft í íslenska máltækni. Með hjálp hennar geti fyrirtæki til að mynda veitt mun betri þjónustu en áður og einbeitt sér að vandamálum sem raunverulega skipti máli. „Einföldum fyrirspurnir væri hægt að leysa með talvélum í gegnum síma. Það gæfi okkur tækifæri til að vera miklu skilvirkari. Langflest fyrirtæki sem veita þjónustu eru í sömu stöðu,“ sagði Birna en ekki er flókið að ímynda sér að slík talvél gæti til að mynda veitt einfaldar upplýsingar á borð við stöðu á inneign. „Það gæfi okkur líka tækifæri til þess að veita þeim dýpri þjónustu sem virkilega þurfa á því að halda,“ sagði Birna. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir. Á markað eru einnig að koma heimilistæki sem hægt er að stýra með röddinni og segir Birna að Síminn vilji gjarnan innleiða slíka tækni á íslensku, til að mynda þannig að hægt verði að stýra Sjónvarpi Símans með röddinni einni.Sjá einnig: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna„Það væri algjörlega eðlilegt næsta skref að láta Sjónvarp Símans tala íslensku. Við getum ekki búið til þennan grunn ein en mikið afskaplega langar okkur í hann til að geta boðið þessa þjónustu,“ sagði Birna. Erfitt sé fyrir eitt fyrirtæki að ráðast í slíka innviðauppbyggingu upp á eigin spýtur, samstillt átak yfirvalda, atvinnulífs og almennings þurfi til þess að tryggja að íslenskan sitji ekki eftir og deyji „stafrænum dauða.“ Að lokum spurði Birna Alexu hvort hún talaði íslensku. Svarið kom á reiðum höndum, á ensku. „Ég finn ekki svar við spurningunni.“ Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir eftir að Alexa, stafrænn aðstoðarmaður Amazon, gat ekki orðið við beiðni hennar um að spila ákveðna tegund af tónlist. Birna, sem er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum, var ein þeirra sem flutti erindi á Menntadegi Samtaka atvinnulífsins þar sem umfjöllunarefnið var íslensk máltækni, staða hennar og þróun. Vísir hefur á undanförnum árum fjallað ítarlega um þær hættur sem steðja að íslenskri tungi í kjölfar snjalltækjavæðingar. Sérfræðingar í íslenskri máltækni hafa varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni, þróuninni fleygi fram, og íslenskan geti ekki setið eftir, enda sé íslenska talin í næstmestri hættu á að lifa ekki áfram á netinu eða snjalltækjum, samkvæmt rannsókn frá árinu 2012.Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsBirna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá SímanumBirna mætti með Alexu og í samskiptum Birnum við tækið mátti glögglega sjá hversu langt tæknin er komin. Hægt er að ræða við Alexu og biðja hana um að framkvæma ýmsar aðgerðir, líkt og Birna sýndi fram á. Gat Alexa til að mynda svarað því hver væri forseti Íslands og gefið grunnupplýsingar um Ísland. Samskiptin fóru þó öll fram á ensku enda skilur Alexa ekki íslensku, ennþá að minnsta kosti.Sjá einnig: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og KarlsÞessu vilja Samtök atvinnulífsins breyta og hafa lagt til að á næstu árum verði lagðir tveir milljarðar í verkefni svo efla megi þróun í íslenskri máltækni.Alexa fylgir Amazon Echo, snjallgræju fyrirtækisins.Mynd/VísirUngt fólk hratt að tileinka sér tækni en íslenskunni hrakar Í máli Birnu kom fram að hjá Símanum kæmi mikið af ungu fólki til starfa, beint eftir nám, til þess að næla sér í starfsreynslu. Það starfaði gjarnan í framlínu fyrirtækisins við aðstoða viðskiptavini og um mikið hæfileikafólk væri að ræða. Það sé þó einn grundvallarmunur á þeim einstaklingum sem nú komi til starfa og þeim sem hafi komið til starfa fyrir fimm árum. „Það sem við sjáum er að á alls ekki mörgum árum er þetta fólk í allt öðru umhverfi en við,“ sagði Birna. „Þau eru miklu fljótari að tileinka sér starfið og tæknilega umhverfið. Þau eru ofboðslega fljót að setja sig í hlutina. Þau eru bara ekki næstum því jafn góð í íslensku og fyrir fimm árum.“Sjá einnig: Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“Taldi Birna að ástæðuna mætti að hluta til rekja til þess að unga fólkið lifi og hrærist í heimi snjalltækja og á netinu. Íslenskan væri ef til vill ekki jafn mikilvæg fyrir þau, í alþjóðlegu umhverfi, og fyrir eldri kynslóðir Íslendinga. „Þau eru ofboðslega klár en þau leiðrétta ekki hvort annað. Þau er ekki viðkvæm ef við leiðréttum þau. Þeim finnst þetta ekki mikið mál,“ sagði Birna. „Við finnum að það er að myndast kynslóðabil.“Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við unga íslenska drengi sem léku sér frekar saman á ensku en íslensku.Íslensk máltækni hafsjór tækifæra Í máli kom einnig fram þau tækifæri sem felast í því að setja aukinn kraft í íslenska máltækni. Með hjálp hennar geti fyrirtæki til að mynda veitt mun betri þjónustu en áður og einbeitt sér að vandamálum sem raunverulega skipti máli. „Einföldum fyrirspurnir væri hægt að leysa með talvélum í gegnum síma. Það gæfi okkur tækifæri til að vera miklu skilvirkari. Langflest fyrirtæki sem veita þjónustu eru í sömu stöðu,“ sagði Birna en ekki er flókið að ímynda sér að slík talvél gæti til að mynda veitt einfaldar upplýsingar á borð við stöðu á inneign. „Það gæfi okkur líka tækifæri til þess að veita þeim dýpri þjónustu sem virkilega þurfa á því að halda,“ sagði Birna. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir. Á markað eru einnig að koma heimilistæki sem hægt er að stýra með röddinni og segir Birna að Síminn vilji gjarnan innleiða slíka tækni á íslensku, til að mynda þannig að hægt verði að stýra Sjónvarpi Símans með röddinni einni.Sjá einnig: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna„Það væri algjörlega eðlilegt næsta skref að láta Sjónvarp Símans tala íslensku. Við getum ekki búið til þennan grunn ein en mikið afskaplega langar okkur í hann til að geta boðið þessa þjónustu,“ sagði Birna. Erfitt sé fyrir eitt fyrirtæki að ráðast í slíka innviðauppbyggingu upp á eigin spýtur, samstillt átak yfirvalda, atvinnulífs og almennings þurfi til þess að tryggja að íslenskan sitji ekki eftir og deyji „stafrænum dauða.“ Að lokum spurði Birna Alexu hvort hún talaði íslensku. Svarið kom á reiðum höndum, á ensku. „Ég finn ekki svar við spurningunni.“
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira