Arnar og Rakel frumsýna Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 11:30 Allur hópurinn er hér í miðjunni. Frá vinstri: Edgar Smári, Rakel, Anna Sigríður, Guðrún Árný, Hófí, Arnar. Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc
Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira