Samdi lagið út frá persónulegri reynslu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 15:00 Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói. Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói.
Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira