„Þetta er bara alveg stórkostlegt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 12:49 Gleði og þakklæti efst í huga, segir sjávarútvegsráðherra. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir gleði og þakklæti efst í huga nú eftir að samkomulag hefur náðst í sjómannadeilunni. Viðsemjendur hafi staðið undir því trausti sem til þeirra hafi verið gert. „Gleði og þakklæti. Það eru svona fyrstu viðbrögðin. Mér finnst útgerðarmenn og sjómenn, báðir deilendur, hafa sýnt það að þeir hafa risið svo sannarlega undir þessu trausti. Við erum búin að ná samkomulagi í þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og það er alveg ótrúlega dýrmætt upp á framtíðina að gera,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður segir mikilvægt að samningar skyldu hafa tekist án aðkomu ríkisins. „Það er mjög mikilvægt. Þetta eru skýr skilaboð til annarra erfiðra kjaradeilna sem fram undan eru. Það eru líka mikilvæg skilaboð fyrir greinina. Hún er ekki ríkisstyrkt, hefur ekki verið það, og eitt af því sem gerir sjávarútveginn okkar svona glæsilegan eins og raun ber vitni. Honum er vel stýrt. Þetta er öflug grein sem við höfum enn frekari sóknarfæri í og þessi samningur, þetta er bara alveg stórkostlegt,“ segir hún. Deiluaðilar komust að samkomulagi seint í nótt en það hafði fyrst og fremst steytt á þeirri kröfu sjómanna að fá skattfrjálsa fæðispeninga. Niðurstaðan varð sú að sjómenn fá endurgjaldslaust fæði en samningurinn verður kynntur sjómönnum síðar í dag. Þá verða greidd atkvæði um samninginn í kvöld og á niðurstaða úr atkvæðagreiðslu að liggja fyrir annað kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tíu vikur, sem gerir það að lengsta verkfalli sögunnar. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir gleði og þakklæti efst í huga nú eftir að samkomulag hefur náðst í sjómannadeilunni. Viðsemjendur hafi staðið undir því trausti sem til þeirra hafi verið gert. „Gleði og þakklæti. Það eru svona fyrstu viðbrögðin. Mér finnst útgerðarmenn og sjómenn, báðir deilendur, hafa sýnt það að þeir hafa risið svo sannarlega undir þessu trausti. Við erum búin að ná samkomulagi í þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og það er alveg ótrúlega dýrmætt upp á framtíðina að gera,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður segir mikilvægt að samningar skyldu hafa tekist án aðkomu ríkisins. „Það er mjög mikilvægt. Þetta eru skýr skilaboð til annarra erfiðra kjaradeilna sem fram undan eru. Það eru líka mikilvæg skilaboð fyrir greinina. Hún er ekki ríkisstyrkt, hefur ekki verið það, og eitt af því sem gerir sjávarútveginn okkar svona glæsilegan eins og raun ber vitni. Honum er vel stýrt. Þetta er öflug grein sem við höfum enn frekari sóknarfæri í og þessi samningur, þetta er bara alveg stórkostlegt,“ segir hún. Deiluaðilar komust að samkomulagi seint í nótt en það hafði fyrst og fremst steytt á þeirri kröfu sjómanna að fá skattfrjálsa fæðispeninga. Niðurstaðan varð sú að sjómenn fá endurgjaldslaust fæði en samningurinn verður kynntur sjómönnum síðar í dag. Þá verða greidd atkvæði um samninginn í kvöld og á niðurstaða úr atkvæðagreiðslu að liggja fyrir annað kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tíu vikur, sem gerir það að lengsta verkfalli sögunnar.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
„Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56