Sjómannadeilan leyst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 02:15 Frá undirritun samninga í nótt. vísir/áe Samningar hafa tekist á milli sjómanna og útgerðarmanna og skrifuðu þeir undir kjarasamning á þriðja tímanum í nótt í Karphúsinu. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði með deiluaðilum í sitthvoru lagi í kvöld. Hún lagði fram málamiðlunartillögu og eftir fundi sína með ráðherra héldu útgerðarmenn og sjómenn í Karphúsið þar sem þeir freistuðu þess að klára samninga. Það hefur nú tekist og er verkfalli sjómanna þar með lokið en samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningarnir án aðkomu ríkisins. Það má því ætla að flotinn, sem legið hefur við bryggju síðustu tvo mánuði, haldi von bráðar út á miðin en í vikunni var loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn. Loðnan stoppar hins vegar stutt við; hún hrygnir eftir um mánuð og deyr svo en þar sem verkfallinu er nú lokið ætti aflinn að nást í net. Samningar verða kynntir félagsmönnum áður en þeir fara í atkvæðagreiðslu. Gert er ráð fyrir að henni ljúki á sunnudagskvöld.Samningarnir eru án aðkomu ríkisins.vísir/áeVerkfall sjómanna hefur staðið í tvo mánuði.vísir/áe Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fundað vegna sjómannadeilunnar í sjávarútvegsráðuneytinu Samninganefnd sjómanna er nú á leiðinni inn til fundar við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, í ráðuneyti hennar. Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til fundar í ráðuneytinu um klukkan 21 en ekki liggur fyrir hvort að sjómenn muni funda með útgerðarmönnum og ráðherra núna á eftir. 17. febrúar 2017 21:32 Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Samningar hafa tekist á milli sjómanna og útgerðarmanna og skrifuðu þeir undir kjarasamning á þriðja tímanum í nótt í Karphúsinu. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði með deiluaðilum í sitthvoru lagi í kvöld. Hún lagði fram málamiðlunartillögu og eftir fundi sína með ráðherra héldu útgerðarmenn og sjómenn í Karphúsið þar sem þeir freistuðu þess að klára samninga. Það hefur nú tekist og er verkfalli sjómanna þar með lokið en samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningarnir án aðkomu ríkisins. Það má því ætla að flotinn, sem legið hefur við bryggju síðustu tvo mánuði, haldi von bráðar út á miðin en í vikunni var loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn. Loðnan stoppar hins vegar stutt við; hún hrygnir eftir um mánuð og deyr svo en þar sem verkfallinu er nú lokið ætti aflinn að nást í net. Samningar verða kynntir félagsmönnum áður en þeir fara í atkvæðagreiðslu. Gert er ráð fyrir að henni ljúki á sunnudagskvöld.Samningarnir eru án aðkomu ríkisins.vísir/áeVerkfall sjómanna hefur staðið í tvo mánuði.vísir/áe
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fundað vegna sjómannadeilunnar í sjávarútvegsráðuneytinu Samninganefnd sjómanna er nú á leiðinni inn til fundar við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, í ráðuneyti hennar. Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til fundar í ráðuneytinu um klukkan 21 en ekki liggur fyrir hvort að sjómenn muni funda með útgerðarmönnum og ráðherra núna á eftir. 17. febrúar 2017 21:32 Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fundað vegna sjómannadeilunnar í sjávarútvegsráðuneytinu Samninganefnd sjómanna er nú á leiðinni inn til fundar við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, í ráðuneyti hennar. Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til fundar í ráðuneytinu um klukkan 21 en ekki liggur fyrir hvort að sjómenn muni funda með útgerðarmönnum og ráðherra núna á eftir. 17. febrúar 2017 21:32
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00