Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2017 11:27 "Ég labba þarna á hverjum degi. Það gæti hafa verið skólahópur sem byrjaði á þessu fyrir nokkrum dögum og á þremur dögum er þetta orðið svona,“ segir Einar Páll Svavarsson. Birt með leyfi HitIceland.com Nokkur hundruð vörður úr steinvölum og smásteinum hafa verið reistar á hafnarsvæðinu við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur. Þær hafa raunar sprottið upp eins og gorkúlur undanfarna daga að sögn Einars Páls Svavarssonar viðmótshönnuðar sem á þar leið hjá daglega. „Ég labba þarna á hverjum degi. Það gæti hafa verið skólahópur sem byrjaði á þessu fyrir nokkrum dögum og á þremur dögum er þetta orðið svona,“ segir Einar Páll sem birti mynd í Baklandi Ferðaþjónustunnar á Facebook. Þar spretta reglulega upp áhugaverðar umræður um hluti sem viðkoma ferðamennsku á Íslandi og eru vörðurnar engin undantekning. Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum.Sjálfbær ferðamennskaEinar Páll lýsir því þannig að undanfarna daga hafi stundum verið nokkuð fjölmennir hópar, hver að setja upp sína vörðu. Á meðan smellir vinur af mynd. Að vissu leyti sé þetta svipað og flugvélin á Sólheimasandi sem orðin er að vinsælum viðkomustað ferðamanna án þess að saga vélarinnar sé á nokkurn hátt sérstök. Í raun megi kalla þetta sjálfbæra ferðamennsku því ferðamenn skapa sjálfir aðdráttaraflið. Jafnvel taki ferðamenn mynd af öðrum ferðamönnum að taka sjálfu við vörðu. „Þetta er dæmi þar sem ferðamaðurinn gerir allt. Kemur sér sjálfur til landsins, býr til stað til að skoða og kemur sér á staðinn. Jafnvel þannig að bílaleigubíllinn hangi á bílastæði sem tikkar á kreditkortinu hans sem endanlega skilar sér sem erlendur gjadeyrir í Seðlabankann hinum megin við götuna,“ segir Einar Páll í færslu sinni.Örvörður nálægt Þingvöllum komust í fréttirnar árið 2015 en þeim var ekið í burtu eftir hávær mótmæli leiðsögumanna. Skiptar skoðanir voru á því.vísir/vilhelmEr þetta fyrir einhverjum? Leiðsögumaðurinn Harpa Björnsdóttir segir að skáldin séu víða en skáldskapurinn misjafn. Sumt sé af sama toga og ljótt veggjakrot. „Hver er til í gönguferð eitt kvöldið og ýta þessu um koll?“ spyr Harpa. Sumir taka undir með Hörpu en aðrir sjá fegurð í vörðunum. „Er þetta fyrir einhverjum?“ spyr ljósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson. Sjá einnig: Örvörður við Þingvelli fjarlægðarEinar Páll bendir á að líklega þurfi ekki annað en vænan austanstorm til að sópa veikbyggðu vörðunum niður og hreinsa svæðið. Hann tekur hins vegar undir að þótt vörðurnar í fjörunni séu líkast til meinlausar gildi annað um vörður á hálendinu til dæmis sem skilja eftir sig sár í jarðvegi og séu í raun lýti í fallegri íslenskri náttúru. Nefnir hann Syðri-Fjallabak sem dæmi í því samhengi.Göngubrú nokkur í París er vinsæl meðal elskenda sem vilja innsigla ást sína hvort á öðru.Vísir/AFPÞarf að fella „vörturnar“ sem fyrst Börkur Hrólfsson leiðsögumaður varar við vörðunum þótt þær líti sakleysislega út. „En þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins. Það þekkja allir, sem hafa farið um ferðamannaslóðir, að víða eru komnir hálfgerðir frumskógar af þessum túristavörðum. Jafnvel eru svöðusár í landinu, þar sem grjót hefur verið rifið upp til að byggja þessi ósköp. Þörf ferðafólks til að merkja sér staði, líkt og hundar, sem míga utaní hvað sem er, er ótrúleg,“ segir Börkur. „Sumir nota málningu, líkt og fæðingarhálvitinn hann Þór S., sem málaði vegginn í Grjótagjá. Og það fyrirfinnst varla það eyðibýli eða afskekkt hlaða, sem er ekki búið að „tagga“. Gallinn við þetta er, að ef þetta er látið óátalið, heldur fólk, að þetta sé bara allt í lagi, og tekur upp sömu siði.“ Það liggi í augum uppi að fella þurfi „túristavörður“ eins fljótt og hægt er til að ósiðurinn breiðist ekki út. Undir þetta tekur ljósmyndarinn Árni Tryggvason og bendir á vörður, sem hann kallar ferðamannavörtur, sem blasi við ferðamönnum sem aka út úr Reykjanesbæ á leið sinni til höfuðborgarinnar.Frá fjörunni við Hörpu fyrr í vikunni.Vísir/GVALásar á brúm skapað vandamál Fjölmargir benda á listaverk úr litlum steinum í fjörunni í borg séu einfaldlega allt annars eðlis en í náttúrunni. Verið sé að gera úlfalda úr mýflu. Vörðurnar ættu að fá að vera í friði. Vísa þá aðrir á þau vandræði sem lásar á brúm hafa skapað til dæmis í Frakklandi. Þar eru dæmi þess að járnhandrið hafi hrunið undan þunga lása sem ástfangin pör sem ferðast til Parísar hafa hengt á göngubrú í borg ástarinnar. Ljóst er að sitt sýnist hverjum en hægt er að segja skoðun sína á málinu í könnuninni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00 Segir vörður skemma náttúru og stemningu „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. 13. júlí 2012 08:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Nokkur hundruð vörður úr steinvölum og smásteinum hafa verið reistar á hafnarsvæðinu við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur. Þær hafa raunar sprottið upp eins og gorkúlur undanfarna daga að sögn Einars Páls Svavarssonar viðmótshönnuðar sem á þar leið hjá daglega. „Ég labba þarna á hverjum degi. Það gæti hafa verið skólahópur sem byrjaði á þessu fyrir nokkrum dögum og á þremur dögum er þetta orðið svona,“ segir Einar Páll sem birti mynd í Baklandi Ferðaþjónustunnar á Facebook. Þar spretta reglulega upp áhugaverðar umræður um hluti sem viðkoma ferðamennsku á Íslandi og eru vörðurnar engin undantekning. Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum.Sjálfbær ferðamennskaEinar Páll lýsir því þannig að undanfarna daga hafi stundum verið nokkuð fjölmennir hópar, hver að setja upp sína vörðu. Á meðan smellir vinur af mynd. Að vissu leyti sé þetta svipað og flugvélin á Sólheimasandi sem orðin er að vinsælum viðkomustað ferðamanna án þess að saga vélarinnar sé á nokkurn hátt sérstök. Í raun megi kalla þetta sjálfbæra ferðamennsku því ferðamenn skapa sjálfir aðdráttaraflið. Jafnvel taki ferðamenn mynd af öðrum ferðamönnum að taka sjálfu við vörðu. „Þetta er dæmi þar sem ferðamaðurinn gerir allt. Kemur sér sjálfur til landsins, býr til stað til að skoða og kemur sér á staðinn. Jafnvel þannig að bílaleigubíllinn hangi á bílastæði sem tikkar á kreditkortinu hans sem endanlega skilar sér sem erlendur gjadeyrir í Seðlabankann hinum megin við götuna,“ segir Einar Páll í færslu sinni.Örvörður nálægt Þingvöllum komust í fréttirnar árið 2015 en þeim var ekið í burtu eftir hávær mótmæli leiðsögumanna. Skiptar skoðanir voru á því.vísir/vilhelmEr þetta fyrir einhverjum? Leiðsögumaðurinn Harpa Björnsdóttir segir að skáldin séu víða en skáldskapurinn misjafn. Sumt sé af sama toga og ljótt veggjakrot. „Hver er til í gönguferð eitt kvöldið og ýta þessu um koll?“ spyr Harpa. Sumir taka undir með Hörpu en aðrir sjá fegurð í vörðunum. „Er þetta fyrir einhverjum?“ spyr ljósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson. Sjá einnig: Örvörður við Þingvelli fjarlægðarEinar Páll bendir á að líklega þurfi ekki annað en vænan austanstorm til að sópa veikbyggðu vörðunum niður og hreinsa svæðið. Hann tekur hins vegar undir að þótt vörðurnar í fjörunni séu líkast til meinlausar gildi annað um vörður á hálendinu til dæmis sem skilja eftir sig sár í jarðvegi og séu í raun lýti í fallegri íslenskri náttúru. Nefnir hann Syðri-Fjallabak sem dæmi í því samhengi.Göngubrú nokkur í París er vinsæl meðal elskenda sem vilja innsigla ást sína hvort á öðru.Vísir/AFPÞarf að fella „vörturnar“ sem fyrst Börkur Hrólfsson leiðsögumaður varar við vörðunum þótt þær líti sakleysislega út. „En þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins. Það þekkja allir, sem hafa farið um ferðamannaslóðir, að víða eru komnir hálfgerðir frumskógar af þessum túristavörðum. Jafnvel eru svöðusár í landinu, þar sem grjót hefur verið rifið upp til að byggja þessi ósköp. Þörf ferðafólks til að merkja sér staði, líkt og hundar, sem míga utaní hvað sem er, er ótrúleg,“ segir Börkur. „Sumir nota málningu, líkt og fæðingarhálvitinn hann Þór S., sem málaði vegginn í Grjótagjá. Og það fyrirfinnst varla það eyðibýli eða afskekkt hlaða, sem er ekki búið að „tagga“. Gallinn við þetta er, að ef þetta er látið óátalið, heldur fólk, að þetta sé bara allt í lagi, og tekur upp sömu siði.“ Það liggi í augum uppi að fella þurfi „túristavörður“ eins fljótt og hægt er til að ósiðurinn breiðist ekki út. Undir þetta tekur ljósmyndarinn Árni Tryggvason og bendir á vörður, sem hann kallar ferðamannavörtur, sem blasi við ferðamönnum sem aka út úr Reykjanesbæ á leið sinni til höfuðborgarinnar.Frá fjörunni við Hörpu fyrr í vikunni.Vísir/GVALásar á brúm skapað vandamál Fjölmargir benda á listaverk úr litlum steinum í fjörunni í borg séu einfaldlega allt annars eðlis en í náttúrunni. Verið sé að gera úlfalda úr mýflu. Vörðurnar ættu að fá að vera í friði. Vísa þá aðrir á þau vandræði sem lásar á brúm hafa skapað til dæmis í Frakklandi. Þar eru dæmi þess að járnhandrið hafi hrunið undan þunga lása sem ástfangin pör sem ferðast til Parísar hafa hengt á göngubrú í borg ástarinnar. Ljóst er að sitt sýnist hverjum en hægt er að segja skoðun sína á málinu í könnuninni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00 Segir vörður skemma náttúru og stemningu „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. 13. júlí 2012 08:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00
Segir vörður skemma náttúru og stemningu „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. 13. júlí 2012 08:30