Sundfatatímarit Sports Illustrated vekur alltaf mikla athygli á hverju ári enda sitja þá iðulega fyrir stórstjörnur úr íþróttaheiminum.
Í ár sitja þrjár tennisstjörnur fyrir og tvær fimleikakonur.
Það eru tenniskonurnar Serena Williams, Genie Bouchard og Caroline Wozniacki sem er nánast orðinn fastagestur í blaðinu. Svo eru það bandarísku fimleikahetjurnar Simone Biles og Aly Raisman.
Sports Illustrated leggur mikið upp úr kynningu á blaðinu og birtir bæði myndbönd og myndir af þeim sem sitja fyrir.
Hér má sjá myndir og myndbönd af íþróttakonunum.
