NBA: Draugavilla réð úrslitum í Chicago í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 07:45 Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira