Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 21:35 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48