Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 21:35 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48