Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2017 18:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02
Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17