Draymond Green líkir eiganda New York Knicks við þrælahaldara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 10:45 James Dolan og Draymond Green. Vísir/Samsett/Getty Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. „Þegar ég græði á þér þá allt í góðu,“ byrjaði Draymond Green í hlaðvarpsþætti sínum "Dray Day" og hélt síðan áfram: „Ef þú ert að gera eitthvað á minn hlut eða að tala á móti mínu félagi þá er ekki allt í góðu lengur. Þetta er hugarfar þrælahaldara. Þessi maður hugsar eins og þrælahaldari. Þetta er fáránlegt,“ sagði Draymond Green. ESPN segir frá. Charles Oakley var fjarlægður með valdi út úr Madison Sqaure Garden í miðjum leik New York Knicks á dögunum og var síðan settur í bann. Deilur Oakley og James Dolan, eiganda New York Knicks, hafa staðið lengið yfir en nú sprakk allt í loft upp með ásökunum á báða bóga. Charles Oakley hefur aftur fengið leyfi til að koma í Madison Sqaure Garden en er enn mjög ósáttur því hann hefur ekki verið beðinn afsökunar. Hann átti frábæran feril með New York Knicks og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Draymond Green hefur tekið upp hanskann fyrir Charles Oakley eins og fleiri leikmenn í NBA-deildinni en það sem menn eru mest reiðir er að James Dolan gaf það út að Oakley ætti við drykkjuvandamál að stríða. Charles Oakley spilaði aldrei fyrir New York Knicks meðan James Dolan var eigandi félagsins en það fór ekki vel í nýja eigandann þegar hann gagnrýndi klúbbinn. Sú gagnrýni átti nú kannski rétt á sér enda hefur verið hálfgerður brandari að fylgjast með rekstri verðmætasta félagi NBA-deildarinnar undanfarin ár. Mörgum þykir Draymond Green samt vera kræfur að bjóða einum af eigendum félaganna í NBA upp í dans enda hafa þeir menn mikil völd. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig James Dolan svarar þessu harða skoti Draymond Green. NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. „Þegar ég græði á þér þá allt í góðu,“ byrjaði Draymond Green í hlaðvarpsþætti sínum "Dray Day" og hélt síðan áfram: „Ef þú ert að gera eitthvað á minn hlut eða að tala á móti mínu félagi þá er ekki allt í góðu lengur. Þetta er hugarfar þrælahaldara. Þessi maður hugsar eins og þrælahaldari. Þetta er fáránlegt,“ sagði Draymond Green. ESPN segir frá. Charles Oakley var fjarlægður með valdi út úr Madison Sqaure Garden í miðjum leik New York Knicks á dögunum og var síðan settur í bann. Deilur Oakley og James Dolan, eiganda New York Knicks, hafa staðið lengið yfir en nú sprakk allt í loft upp með ásökunum á báða bóga. Charles Oakley hefur aftur fengið leyfi til að koma í Madison Sqaure Garden en er enn mjög ósáttur því hann hefur ekki verið beðinn afsökunar. Hann átti frábæran feril með New York Knicks og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Draymond Green hefur tekið upp hanskann fyrir Charles Oakley eins og fleiri leikmenn í NBA-deildinni en það sem menn eru mest reiðir er að James Dolan gaf það út að Oakley ætti við drykkjuvandamál að stríða. Charles Oakley spilaði aldrei fyrir New York Knicks meðan James Dolan var eigandi félagsins en það fór ekki vel í nýja eigandann þegar hann gagnrýndi klúbbinn. Sú gagnrýni átti nú kannski rétt á sér enda hefur verið hálfgerður brandari að fylgjast með rekstri verðmætasta félagi NBA-deildarinnar undanfarin ár. Mörgum þykir Draymond Green samt vera kræfur að bjóða einum af eigendum félaganna í NBA upp í dans enda hafa þeir menn mikil völd. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig James Dolan svarar þessu harða skoti Draymond Green.
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira