Störðu á kviknakinn Slóvaka í öldunum á Djúpalónssandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2017 10:11 Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45