Messi fékk 2 í einkunn fyrir frammistöðuna í gær | Hvað kom fyrir þig, Leo? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 11:15 Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona fékk stóran skell á móti Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og leikmenn liðsins fá harða gagnrýni í spænsku blöðunum í dag. Lionel Messi, besti fótboltamaður heimsins að mati margra, fær enga sérmeðferð hjá blaðamönnum Sport sem hrauna yfir besta mann Barcelona-liðsins. Messi, sem var nánast ekki með í leiknum í gær, en hann er einn af fjórum leikmönnum Barcelona-liðsins, sem fá bara tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína af tíu mögulegum. Auk Messi fá fyrirliðinn Andrés Iniesta, miðjumaðurinn Sergio Busquets og Portúgalinn André Gomes svo lága einkunn. Brasilíumaðurinn Neymar fékk hæstu einkunn eða sjö en markvörðurinn Marc-André ter Stegen fékk sex. „Hvað kom fyrir þig, Leo?,“ spyr blaðamaður Sport-blaðsins og bætir svo við: „Það er ekki eðlilegt að sjá Argentínumanninn týnda og hugmyndalausan inn á vellinum algjörlega haldið í skefjum af varnarmönnum mótherjanna. Þetta er einn af hans verstu leikjum í búningi Barcelona. Hann er nú 90 mínútum frá því að missa af öðrum Gullbolta,“ skrifaði blaðamaðurinn. „Við erum ekki lengur að tala um Meistaradeildina heldur hvort að hann hafi hreinlega áhuga á þessu lengur. Messi leit út fyrir að vera skugginn af sjálfum sér, hægari en vanalega og sífellt að tapa boltanum. Þetta var óhugnanleg mynd af hjálpleysi og uppgjöf,“ segir í palladómnum um Lionel Messi. Það er hægt að sjá alla einkunnagjöf Sport. es hér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Barcelona fékk stóran skell á móti Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og leikmenn liðsins fá harða gagnrýni í spænsku blöðunum í dag. Lionel Messi, besti fótboltamaður heimsins að mati margra, fær enga sérmeðferð hjá blaðamönnum Sport sem hrauna yfir besta mann Barcelona-liðsins. Messi, sem var nánast ekki með í leiknum í gær, en hann er einn af fjórum leikmönnum Barcelona-liðsins, sem fá bara tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína af tíu mögulegum. Auk Messi fá fyrirliðinn Andrés Iniesta, miðjumaðurinn Sergio Busquets og Portúgalinn André Gomes svo lága einkunn. Brasilíumaðurinn Neymar fékk hæstu einkunn eða sjö en markvörðurinn Marc-André ter Stegen fékk sex. „Hvað kom fyrir þig, Leo?,“ spyr blaðamaður Sport-blaðsins og bætir svo við: „Það er ekki eðlilegt að sjá Argentínumanninn týnda og hugmyndalausan inn á vellinum algjörlega haldið í skefjum af varnarmönnum mótherjanna. Þetta er einn af hans verstu leikjum í búningi Barcelona. Hann er nú 90 mínútum frá því að missa af öðrum Gullbolta,“ skrifaði blaðamaðurinn. „Við erum ekki lengur að tala um Meistaradeildina heldur hvort að hann hafi hreinlega áhuga á þessu lengur. Messi leit út fyrir að vera skugginn af sjálfum sér, hægari en vanalega og sífellt að tapa boltanum. Þetta var óhugnanleg mynd af hjálpleysi og uppgjöf,“ segir í palladómnum um Lionel Messi. Það er hægt að sjá alla einkunnagjöf Sport. es hér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn