Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir augljóst að verið sé að skerða þjónustu við íbúa. „Við Eyjamenn gerum náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum fækkar úr fimm í þrjá,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það er enda einsýnnt að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar.“ „Við á landsbyggðinni stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ bætir Elliði við. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ástæður fækkunina vera Landeyjahöfn. Eftir að Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010 hafi fjölda farþega hrunið úr 55 þúsund niður í 26 þúsund. Á árinu 2016 hafi farþegar einungis verið 19 þúsund. „Landeyjahöfn hefur miið að segja um fækkun farþega í flugi til eyja. Með þessum aðgerðum erum við að færa starfsmannafjölda að öðrum flugvöllum með sama farþegafjölda,“ segir Guðni. „Hinsvegar er vilji okkar að fjölga farþegum um völlinn og erum í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um mögulegt samstarf þar. Elliði vonar að ákvörðuninni verði snúið við. „Ákvörðunin er mannanna verk og við ætlumst til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax.“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki heyrt af þessari þjónustuskerðingu og gat því ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir augljóst að verið sé að skerða þjónustu við íbúa. „Við Eyjamenn gerum náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum fækkar úr fimm í þrjá,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það er enda einsýnnt að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar.“ „Við á landsbyggðinni stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ bætir Elliði við. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ástæður fækkunina vera Landeyjahöfn. Eftir að Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010 hafi fjölda farþega hrunið úr 55 þúsund niður í 26 þúsund. Á árinu 2016 hafi farþegar einungis verið 19 þúsund. „Landeyjahöfn hefur miið að segja um fækkun farþega í flugi til eyja. Með þessum aðgerðum erum við að færa starfsmannafjölda að öðrum flugvöllum með sama farþegafjölda,“ segir Guðni. „Hinsvegar er vilji okkar að fjölga farþegum um völlinn og erum í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um mögulegt samstarf þar. Elliði vonar að ákvörðuninni verði snúið við. „Ákvörðunin er mannanna verk og við ætlumst til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax.“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki heyrt af þessari þjónustuskerðingu og gat því ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira