Útlendingastofnun hefur engin áhrif á vegabréfsáritanir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 20:00 Í síðustu viku var fjallað um unga konu frá Sri Lanka sem fær ekki vegabréfsáritun til Íslands til að heimsækja íslenska systur sína. Og mann sem fær ekki áritun til að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu. Í kjölfar þessara frétta hefur fréttastofu borist fjöldi ábendinga. Þar á meðal hafði maður frá Senegal samband en hann hefur búið á Íslandi í tuttugu ár, á íslenska konu og þrjú börn, en hefur aldrei getað fengið ættingja í heimsókn til sín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta fólk fær synjun því það er talið of líklegt að það ílengist á Íslandi þar sem ræturnar séu ekki nógu sterkar í heimalandinu. Þessi áhætta er metin út frá eignum í heimalandi, fjölskyldustöðu, staðfestingu á atvinnu eða skólavist. Ríkisborgarar landa sem eru utan Schengen-svæðisins og ekki með áritunarundanþágu þurfa vegabréfsáritun. Til dæmis þurfa Kínverjar áritun en margir velta fyrir sér hvernig þeir geti þá komið í stórum hópum til landsins sem ferðamenn. Það er af því að fólkið sem ferðast til Íslands í fríum er fólk sem almennt býr við góð lífsskilyrði í heimalandi sínu, á miklar eignir og þannig talið tryggt að það snúi aftur heim til sín þegar fríinu lýkur. Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir nokkur ríki sjá um vegabréfsáritanir fyrir Ísland enda séu ekki íslensk sendiráð í þessum löndum. Þau ríki fylgi skilyrðum sem hafa verið mörkuð sameiginlega af Schengen-löndunum í þeim tilgangi að tryggja eðlilega för fólks.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun„Við erum oft að tala um ríki þar sem efnahagsaðstæður eru töluvert bágbornari en þekkist hér innan Evrópu. Fólk sem kemur á svæðið og ílengist, fer þá í ólögmæta dvöl eða óreglulega fólksflutninga inn á svæðinu, eiga oft í hættu að lenda í misneytingu, svartri atvinnu, í verstu tilfellum getur manneskjan lent í mansalsaðstæðum,” segir Þorsteinn. Síðustu daga hefur reglunum verið líkt við einangrunarstefnu Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þorsteinn hafnar því. „Eins og okkar regluverk er sett upp þá horfir það á einstaklinginn. Einstaklingsmat í hverju máli. Ef við berum þetta saman við nýlegar framkvæmdir í Bandaríkjunum þá byggir það á grundvelli þjóðerni. Þær reglur eru almennar og ganga þvert yfir og fela í sér þannig ákveðna mismunun.“En er ekki mismunun að fátækt, eignarlaust fólk fái ekki að heimaækja ættingja sína? „Ég myndi ekki telja það mismunun. Einstaklingurinn þarf að hafa skýran tilgang til að komast inn á svæðið. Við teljum og ég held að allir telji að það sé eðlilegt að það séu gerðar lágmarks kröfur til þess að ferðaleyfið sé í samræmi við tilganginn.” En í þeim dæmum sem fréttastofa 365 hefur fjallað um er skýr tilgangur með ferðum fólksins. Það ætlar að heimsækja ættingja sína. Þorsteinn segir Útlendingastofun ekki geta tjáð sig um einstök mál eða haft áhrif á gang þeirra. „Þar sem fyrirsvarið hefur verið falið öðru ríki þá hefur Útlendingastofnun engar heimildir til að hafa afskipti af þeirri málsmeðferð,” segir Þorsteinn en bendir á að fólk geti kært niðurstöðuna sem það fær frá sendiráðinu úti til næsta stjórnstigs landsins sem fer með fyrirsvarið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30 Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um unga konu frá Sri Lanka sem fær ekki vegabréfsáritun til Íslands til að heimsækja íslenska systur sína. Og mann sem fær ekki áritun til að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu. Í kjölfar þessara frétta hefur fréttastofu borist fjöldi ábendinga. Þar á meðal hafði maður frá Senegal samband en hann hefur búið á Íslandi í tuttugu ár, á íslenska konu og þrjú börn, en hefur aldrei getað fengið ættingja í heimsókn til sín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta fólk fær synjun því það er talið of líklegt að það ílengist á Íslandi þar sem ræturnar séu ekki nógu sterkar í heimalandinu. Þessi áhætta er metin út frá eignum í heimalandi, fjölskyldustöðu, staðfestingu á atvinnu eða skólavist. Ríkisborgarar landa sem eru utan Schengen-svæðisins og ekki með áritunarundanþágu þurfa vegabréfsáritun. Til dæmis þurfa Kínverjar áritun en margir velta fyrir sér hvernig þeir geti þá komið í stórum hópum til landsins sem ferðamenn. Það er af því að fólkið sem ferðast til Íslands í fríum er fólk sem almennt býr við góð lífsskilyrði í heimalandi sínu, á miklar eignir og þannig talið tryggt að það snúi aftur heim til sín þegar fríinu lýkur. Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir nokkur ríki sjá um vegabréfsáritanir fyrir Ísland enda séu ekki íslensk sendiráð í þessum löndum. Þau ríki fylgi skilyrðum sem hafa verið mörkuð sameiginlega af Schengen-löndunum í þeim tilgangi að tryggja eðlilega för fólks.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun„Við erum oft að tala um ríki þar sem efnahagsaðstæður eru töluvert bágbornari en þekkist hér innan Evrópu. Fólk sem kemur á svæðið og ílengist, fer þá í ólögmæta dvöl eða óreglulega fólksflutninga inn á svæðinu, eiga oft í hættu að lenda í misneytingu, svartri atvinnu, í verstu tilfellum getur manneskjan lent í mansalsaðstæðum,” segir Þorsteinn. Síðustu daga hefur reglunum verið líkt við einangrunarstefnu Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þorsteinn hafnar því. „Eins og okkar regluverk er sett upp þá horfir það á einstaklinginn. Einstaklingsmat í hverju máli. Ef við berum þetta saman við nýlegar framkvæmdir í Bandaríkjunum þá byggir það á grundvelli þjóðerni. Þær reglur eru almennar og ganga þvert yfir og fela í sér þannig ákveðna mismunun.“En er ekki mismunun að fátækt, eignarlaust fólk fái ekki að heimaækja ættingja sína? „Ég myndi ekki telja það mismunun. Einstaklingurinn þarf að hafa skýran tilgang til að komast inn á svæðið. Við teljum og ég held að allir telji að það sé eðlilegt að það séu gerðar lágmarks kröfur til þess að ferðaleyfið sé í samræmi við tilganginn.” En í þeim dæmum sem fréttastofa 365 hefur fjallað um er skýr tilgangur með ferðum fólksins. Það ætlar að heimsækja ættingja sína. Þorsteinn segir Útlendingastofun ekki geta tjáð sig um einstök mál eða haft áhrif á gang þeirra. „Þar sem fyrirsvarið hefur verið falið öðru ríki þá hefur Útlendingastofnun engar heimildir til að hafa afskipti af þeirri málsmeðferð,” segir Þorsteinn en bendir á að fólk geti kært niðurstöðuna sem það fær frá sendiráðinu úti til næsta stjórnstigs landsins sem fer með fyrirsvarið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30 Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42