Helmingur heldur framhjá á Netflix Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 10:45 Um fimmtungur hefur rifist við makann vegna þáttagláps. Vísir/Getty Þau sem streyma þáttum með makanum ættu að hafa varann á ef marka má niðurstöður könnunnar frá streymisveitunni Netflix sem birtar voru í gær. Þær gefa til kynna að næstum helmingur, eða 46 prósent, hafa „haldið framhjá“ makanum á Netflix eins og það er orðað í niðurstöðunum.Netflix-framhjáhald er skilgreint sem að horfa lengra inn í þáttaraðir en gert er með makanum og kom fyrst fyrir sjónir streymisveitunnar árið 2013. Nú, fjórum árum síðar, hefur tíðni framhjáglápsins þrefaldast og gert er ráð fyrir því að það muni einungis aukst á næstu árum. Byggir það ekki síst á þeirri staðreynd að um 60% þeirra sem horfa lengra en makinn segjast myndu gera það miklu oftar ef þeir vissu að það kæmist ekki upp. Niðurstöðurnar gefa að sama skapi til kynna að rúmlega 8 af hverjum 10 hafa horft lengra en makinn oftar en einu sinni og 44% oftar en þrisvar.Algengasta ástæðan gæði Þrátt fyrir að engin þáttaröð sé undanskilin eru það helst The Walking Dead, Breaking Bad, American Horror Story, House of Cards, Orange Is The New Black, Narcos og Stranger Things sem mest er horft á framhjá makanum. Allar þáttaraðirnar eru geysilega vinsælar og margverðlaunaðar og skyldi því engan undra að algengasta ástæðan fyrir framhjáglápi skuli vera að 66% fólks gat bara ekki hætt að horfa. Þættirnir væru einfaldlega of góðir. Algengast er að fólk horfi lengra en makinn þegar hann er fjarverandi, svo sem á ferðalagi (28%) eða í vinnunni (24%) og þá stelst fjórðungur til að horfa eftir að makinn sofnar. Þó eru skiptar skoðanir um hvort það teljist raunverulega til framhjágláps, niðurstöður Netflix gefa til kynna að 53% telji svo ekki vera.Um fimmtungur aðspurðra hefur rifist við makann sinn eftir að hafa komist upp um svikin - sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að 14% aðspurðra segja framhjágláp vera alvarlegra en raunverulegt framhjáhald. Rannsóknin var framkvæmd frá 20.-31. desember í fyrra og byggir á 30.267 svörum fullorðinna áskrifenda Netflix. Þeir eru frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Filippseyjum, Singapúr, Indland, Japan, Taívan, Suður-Kóreu, Hong Kong, S.A.F., Mexíkó, Síle, Kólumbíu, Brasilíu, Argentínu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Pólandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Danmörku. Niðurstöðurnar má nálgast hér. Netflix Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þau sem streyma þáttum með makanum ættu að hafa varann á ef marka má niðurstöður könnunnar frá streymisveitunni Netflix sem birtar voru í gær. Þær gefa til kynna að næstum helmingur, eða 46 prósent, hafa „haldið framhjá“ makanum á Netflix eins og það er orðað í niðurstöðunum.Netflix-framhjáhald er skilgreint sem að horfa lengra inn í þáttaraðir en gert er með makanum og kom fyrst fyrir sjónir streymisveitunnar árið 2013. Nú, fjórum árum síðar, hefur tíðni framhjáglápsins þrefaldast og gert er ráð fyrir því að það muni einungis aukst á næstu árum. Byggir það ekki síst á þeirri staðreynd að um 60% þeirra sem horfa lengra en makinn segjast myndu gera það miklu oftar ef þeir vissu að það kæmist ekki upp. Niðurstöðurnar gefa að sama skapi til kynna að rúmlega 8 af hverjum 10 hafa horft lengra en makinn oftar en einu sinni og 44% oftar en þrisvar.Algengasta ástæðan gæði Þrátt fyrir að engin þáttaröð sé undanskilin eru það helst The Walking Dead, Breaking Bad, American Horror Story, House of Cards, Orange Is The New Black, Narcos og Stranger Things sem mest er horft á framhjá makanum. Allar þáttaraðirnar eru geysilega vinsælar og margverðlaunaðar og skyldi því engan undra að algengasta ástæðan fyrir framhjáglápi skuli vera að 66% fólks gat bara ekki hætt að horfa. Þættirnir væru einfaldlega of góðir. Algengast er að fólk horfi lengra en makinn þegar hann er fjarverandi, svo sem á ferðalagi (28%) eða í vinnunni (24%) og þá stelst fjórðungur til að horfa eftir að makinn sofnar. Þó eru skiptar skoðanir um hvort það teljist raunverulega til framhjágláps, niðurstöður Netflix gefa til kynna að 53% telji svo ekki vera.Um fimmtungur aðspurðra hefur rifist við makann sinn eftir að hafa komist upp um svikin - sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að 14% aðspurðra segja framhjágláp vera alvarlegra en raunverulegt framhjáhald. Rannsóknin var framkvæmd frá 20.-31. desember í fyrra og byggir á 30.267 svörum fullorðinna áskrifenda Netflix. Þeir eru frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Filippseyjum, Singapúr, Indland, Japan, Taívan, Suður-Kóreu, Hong Kong, S.A.F., Mexíkó, Síle, Kólumbíu, Brasilíu, Argentínu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Pólandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Danmörku. Niðurstöðurnar má nálgast hér.
Netflix Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira