Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 21:03 Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Rafrettur Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast.
Rafrettur Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira