Byrjar aftur með látum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Kveður Wenger enn eina ferðina í 16 liða úrslitum? vísir/getty Meistaradeild Evrópu í fótbolta læðist nú aftan að sparkáhugamönnum en það gerir hún með látum. Sextán liða úrslitin fara af stað í kvöld en tvær stærstu viðureignir fyrstu umferðar útsláttarkeppninnar eru báðar í þessari viku. Í kvöld eigast við Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Spánarmeistarar Barcelona en bæði lið eru í miklu stuði heima fyrir og hafa ekki tapað leik í langan tíma. Annað kvöld fær Arsenal svo Bayern München í heimsókn í fyrri leik liðanna. Enn eina ferðina þarf Arsenal að kljást við einn af risum Evrópu strax í fyrstu umferð en sex ár eru síðan liðið komst lengra en í 16 liða úrslit.Meistarar í öðru sæti Stemningin í París er mikil fyrir stórleik PSG og Barcelona en þjálfari liðsins, Unai Emery, hefur talað mikið um leikinn á síðustu blaðamannafundum. Emery gerði Sevilla að Evrópudeildarmeisturum síðustu þrjú ár en hefur sjálfur viðurkennt að viðureign eins og þessi, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti einu allra stærsta liði heims, sé einmitt ástæðan fyrir því að hann tók við starfinu hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið eru sjóðheit heima fyrir. PSG er búið að vinna ellefu af síðustu tólf leikjum og er enn á lífi í báðum bikarkeppnunum í Frakklandi. Lærisveinar Emery nálgast toppsætið óðfluga en þeir eru nú aðeins þremur stigum á eftir Monaco þegar nóg er eftir af deildinni og er liðið mjög líklegt til að vinna titilinn fimmta árið í röð. Barcelona er einnig í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar þar sem Real Madrid er í kjörstöðu á toppnum. Börsungar eru komnir í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins og eru búnir að vinna átta af síðustu ellefu leikjum og ekki tapa einum einasta. Þessi lið mættust síðast í útsláttarkeppninni fyrir tveimur árum, þá í átta liða úrslitum. Þar hafði Barcelona betur, nokkuð auðveldlega, 5-1, eftir 3-1 sigur í París og 2-0 sigur á heimavelli. Neymar skoraði þrjú af fimm mörkum Barcelona í einvíginu en hann hefur ekki verið með markaskóna reimaða fasta á þessari leiktíð. Thiago Silva, miðvörður og fyrirliði PSG, sneri aftur eftir meiðsli um helgina og ætti að byrja leikinn sem eru góðar fréttir fyrir PSG.Sjö ár í röð hjá Skyttunum? Það verður seint sagt að Arsenal hafi verið heppið með drátt í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar undanfarin ár. Það er búið að falla úr keppni á þessu stigi keppninnar sex ár í röð en í fjögur af þessum sex skiptum hefur liðið annaðhvort mætt stórveldunum Barcelona eða Bayern München. Nú er það Bayern í þriðja sinn á síðustu sjö árum. Það þýðir þó lítið að gráta það enda þurfa allir að vinna þá bestu til að fagna sigri í Meistaradeildinni. Arsenal tapaði líka fyrir Monaco fyrir tveimur árum þegar það átti að vera stóra liðið og þá töpuðu skyttur Wengers fyrir AC Milan fyrir fimm árum. Þar tapaði Arsenal fyrri leiknum 4-0 en var ekki langt frá því að koma til baka á Emirates-vellinum þar sem það vann leikinn, 3-0. Það var ekki nóg.Alltaf með en enginn árangur Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal í 21 ár og nú komið liðinu í Meistaradeildina 19 sinnum í röð. Hann hefur fengið mikið lof fyrir það og margir stuðningsmenn Lundúnaliðsins verja hann einmitt vegna þess að liðið er fastagestur í Meistaradeildinni sem er djúpur tekjubrunnur. Árangur Wengers í Meistaradeildinni er lítill sem enginn. Liðið hefur ekki komist upp úr 16 liða úrslitunum sex ár í röð og ekki komist í undanúrslit síðan 2009 þegar það tapaði fyrir Manchester United, 4-1 samanlagt. Það er aðeins í annað af tveimur skiptum sem Arsenal komst í undanúrslit. Í hitt skiptið unnu skytturnar og fóru alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona. Arsene Wenger hefur aldrei á ferli sínum unnið Evróputitil og leiðin verður ströng að þessu sinni. Það væri bara ágætis byrjun fyrir Frakkann að koma sínum mönnum í átta liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Meistaradeild Evrópu í fótbolta læðist nú aftan að sparkáhugamönnum en það gerir hún með látum. Sextán liða úrslitin fara af stað í kvöld en tvær stærstu viðureignir fyrstu umferðar útsláttarkeppninnar eru báðar í þessari viku. Í kvöld eigast við Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Spánarmeistarar Barcelona en bæði lið eru í miklu stuði heima fyrir og hafa ekki tapað leik í langan tíma. Annað kvöld fær Arsenal svo Bayern München í heimsókn í fyrri leik liðanna. Enn eina ferðina þarf Arsenal að kljást við einn af risum Evrópu strax í fyrstu umferð en sex ár eru síðan liðið komst lengra en í 16 liða úrslit.Meistarar í öðru sæti Stemningin í París er mikil fyrir stórleik PSG og Barcelona en þjálfari liðsins, Unai Emery, hefur talað mikið um leikinn á síðustu blaðamannafundum. Emery gerði Sevilla að Evrópudeildarmeisturum síðustu þrjú ár en hefur sjálfur viðurkennt að viðureign eins og þessi, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti einu allra stærsta liði heims, sé einmitt ástæðan fyrir því að hann tók við starfinu hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið eru sjóðheit heima fyrir. PSG er búið að vinna ellefu af síðustu tólf leikjum og er enn á lífi í báðum bikarkeppnunum í Frakklandi. Lærisveinar Emery nálgast toppsætið óðfluga en þeir eru nú aðeins þremur stigum á eftir Monaco þegar nóg er eftir af deildinni og er liðið mjög líklegt til að vinna titilinn fimmta árið í röð. Barcelona er einnig í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar þar sem Real Madrid er í kjörstöðu á toppnum. Börsungar eru komnir í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins og eru búnir að vinna átta af síðustu ellefu leikjum og ekki tapa einum einasta. Þessi lið mættust síðast í útsláttarkeppninni fyrir tveimur árum, þá í átta liða úrslitum. Þar hafði Barcelona betur, nokkuð auðveldlega, 5-1, eftir 3-1 sigur í París og 2-0 sigur á heimavelli. Neymar skoraði þrjú af fimm mörkum Barcelona í einvíginu en hann hefur ekki verið með markaskóna reimaða fasta á þessari leiktíð. Thiago Silva, miðvörður og fyrirliði PSG, sneri aftur eftir meiðsli um helgina og ætti að byrja leikinn sem eru góðar fréttir fyrir PSG.Sjö ár í röð hjá Skyttunum? Það verður seint sagt að Arsenal hafi verið heppið með drátt í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar undanfarin ár. Það er búið að falla úr keppni á þessu stigi keppninnar sex ár í röð en í fjögur af þessum sex skiptum hefur liðið annaðhvort mætt stórveldunum Barcelona eða Bayern München. Nú er það Bayern í þriðja sinn á síðustu sjö árum. Það þýðir þó lítið að gráta það enda þurfa allir að vinna þá bestu til að fagna sigri í Meistaradeildinni. Arsenal tapaði líka fyrir Monaco fyrir tveimur árum þegar það átti að vera stóra liðið og þá töpuðu skyttur Wengers fyrir AC Milan fyrir fimm árum. Þar tapaði Arsenal fyrri leiknum 4-0 en var ekki langt frá því að koma til baka á Emirates-vellinum þar sem það vann leikinn, 3-0. Það var ekki nóg.Alltaf með en enginn árangur Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal í 21 ár og nú komið liðinu í Meistaradeildina 19 sinnum í röð. Hann hefur fengið mikið lof fyrir það og margir stuðningsmenn Lundúnaliðsins verja hann einmitt vegna þess að liðið er fastagestur í Meistaradeildinni sem er djúpur tekjubrunnur. Árangur Wengers í Meistaradeildinni er lítill sem enginn. Liðið hefur ekki komist upp úr 16 liða úrslitunum sex ár í röð og ekki komist í undanúrslit síðan 2009 þegar það tapaði fyrir Manchester United, 4-1 samanlagt. Það er aðeins í annað af tveimur skiptum sem Arsenal komst í undanúrslit. Í hitt skiptið unnu skytturnar og fóru alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona. Arsene Wenger hefur aldrei á ferli sínum unnið Evróputitil og leiðin verður ströng að þessu sinni. Það væri bara ágætis byrjun fyrir Frakkann að koma sínum mönnum í átta liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira