Stórkostleg sýning Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 10:30 Beyoncé á sviðinu í nótt. vísir/getty Bandaríska söngkonan Beyoncé tróð upp á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt og sló í gegn eins og hennar er von og vísa. Atriði hennar var um níu mínútna langt þar sem hún flutti tvö af rólegri lögum plötu sinnar Lemonade, Love Drought og Sandcastles. Þá fengu ljóðlínur úr ljóði Warsan Shire, sem spilar stóra rullu á plötunni, einnig að hljóma. Beyoncé var kynnt á svið af móður sinni, Tinu Knowles, og má segja að atriðið hafi verið nokkurs konar óður til móðurhlutverksins en söngkonan sjálf tilkynnti á dögunum að hún væri ólétt af tvíburum. Lemonade er af mörgum tónlistarspekúlöntum talin besta plata síðasta árs en meðlimir í akademíunni sem velur sigurvegara Grammy-verðlaunanna voru ekki á sama máli. Breska söngkonan Adele hlaut alls fimm verðlaun, meðal annar fyrir bestu poppplötu ársins og besta lag, en Beyoncé sem tilnefnd var til níu verðlauna hlaut tvö verðlaun, fyrir bestu nútímaplötuna (Best Urban Contemporary Album) og besta myndbandið við lagið Formation. Grammy Tengdar fréttir Grammy 2017: Best klæddu stjörnurnar Fjölmargir fagrir kjólar liður um rauða dregilinn í Hollywood í nótt. 13. febrúar 2017 06:45 Adele sópaði til sín verðlaununum en afþakkaði ein þeirra Tónlistarhátíðin Grammy fór fram í nótt. 13. febrúar 2017 07:51 Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Sumir skutu langt yfir markið þegar koma að klæðaburði á Grammy. 13. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Bandaríska söngkonan Beyoncé tróð upp á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt og sló í gegn eins og hennar er von og vísa. Atriði hennar var um níu mínútna langt þar sem hún flutti tvö af rólegri lögum plötu sinnar Lemonade, Love Drought og Sandcastles. Þá fengu ljóðlínur úr ljóði Warsan Shire, sem spilar stóra rullu á plötunni, einnig að hljóma. Beyoncé var kynnt á svið af móður sinni, Tinu Knowles, og má segja að atriðið hafi verið nokkurs konar óður til móðurhlutverksins en söngkonan sjálf tilkynnti á dögunum að hún væri ólétt af tvíburum. Lemonade er af mörgum tónlistarspekúlöntum talin besta plata síðasta árs en meðlimir í akademíunni sem velur sigurvegara Grammy-verðlaunanna voru ekki á sama máli. Breska söngkonan Adele hlaut alls fimm verðlaun, meðal annar fyrir bestu poppplötu ársins og besta lag, en Beyoncé sem tilnefnd var til níu verðlauna hlaut tvö verðlaun, fyrir bestu nútímaplötuna (Best Urban Contemporary Album) og besta myndbandið við lagið Formation.
Grammy Tengdar fréttir Grammy 2017: Best klæddu stjörnurnar Fjölmargir fagrir kjólar liður um rauða dregilinn í Hollywood í nótt. 13. febrúar 2017 06:45 Adele sópaði til sín verðlaununum en afþakkaði ein þeirra Tónlistarhátíðin Grammy fór fram í nótt. 13. febrúar 2017 07:51 Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Sumir skutu langt yfir markið þegar koma að klæðaburði á Grammy. 13. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Grammy 2017: Best klæddu stjörnurnar Fjölmargir fagrir kjólar liður um rauða dregilinn í Hollywood í nótt. 13. febrúar 2017 06:45
Adele sópaði til sín verðlaununum en afþakkaði ein þeirra Tónlistarhátíðin Grammy fór fram í nótt. 13. febrúar 2017 07:51
Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Sumir skutu langt yfir markið þegar koma að klæðaburði á Grammy. 13. febrúar 2017 07:00