Konur þurfa að vera harðari Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. febrúar 2017 08:00 Visir/Stefán Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið talsvert í kastljósi fjölmiðla undanfarna mánuði. Hún er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi – og fyrsta verkefnið var að ráða fram úr verkfalli sjómanna sem stóð í tíu vikur og leystist loks á dögunum. Heiðrún Lind var áður meðeigandi á lögmannsstofunni LEX og er tiltölulega vön að ráðast í umdeild verkefni og nú hefur hún tekið að sér umdeildasta kúnnann, hingað til – sjávarútveginn.Friður er teygjanlegt hugtak „Ég held að við munum alltaf rökræða fiskinn. Og það er gott og eðlilegt. En ég vona að við getum komið okkur út úr því mynstri að vilja reglulega rífast um sjávarútveg. En friður er kannski teygjanlegt hugtak. Ég held að við getum í öllu falli gert miklu betur í því að skapa þessa svokölluðu sátt og henni getum við náð með upplýstri umræðu,“ segir Heiðrún og bætir við að það hafi hingað til engin lognmolla verið í starfinu, sem hún tók mjög nýlega við af Kolbeini Árnasyni, enda sjómenn nýkomnir úr löngu og ströngu verkfalli. SFS, Samtök félaga í sjávarútvegi, urðu til þegar Samtök fiskvinnslufyrirtækja og Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, sameinuðust. LÍÚ voru umdeild samtök. Þegar SFS varð til breyttist ímynd sjávarútvegs nokkuð, allavega sú sem við sáum í fjölmiðlum, því framkvæmdastjórinn, Kolbeinn Árnason, hafði öllu mýkri ásýnd en talsmenn sjávarútvegs fram að því.Voru SFS stofnuð vegna þess að LÍÚ hafði á sér slæmt orð? „SFS verður til við sameiningu LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva þannig að eðlilega fengu sameinuð samtök nýtt nafn. Þetta voru ekki lengur bara útgerðir, heldur fiskvinnslur, fiskeldi og sölufyrirtæki – og samtökin urðu heildstæð samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Ég tel þetta hafa verið heillaspor og líklega má segja að stofnun SFS hafi skapað tækifæri til að byrja með autt blað og hugsa um það hvernig við getum gert betur þar sem okkur hefur mistekist. Forveri minn vann gott starf og mér finnst ég bara vera að taka við keflinu. Það verður engin grundvallarbreyting í stefnu SFS núna – það ætlar enginn í neina harðlínustefnu eða skotgrafarhernað. Ég lít í öllu falli ekki á sjálfa mig sem neina harðlínumanneskju. Ég hef þó auðvitað heyrt þessa umræðu – að ég sé ekkert annað en Kristján Loftsson með sítt hár og að ég sé afsprengi lýtaaðgerðar sjávarútvegsins. Ég tel það raunar hrós að einhverjir telji mér svipa til jafn mikils hugsjónamanns og Kristjáns. En ég vona að þeir sem hafa haft kynni af mér telji mig í öllu falli rökfasta og sanngjarna. Ég heyri í það minnsta ekki annað og í þessari stuttu vegferð sem ég hef farið í þessu starfi þá hef ég átt gott samstarf við sjómenn og stjórnvöld. Við getum tekist á um einstök málefni, en í grunninn erum við samstarfsaðilar. Í þeim samskiptum verður að ríkja traust. Traustið er til alls fyrst.“Sjávarútvegur líti sér nær Heiðrún segist njóta sín vel í starfi. „Ég hef mjög gaman af rökræðum. Ég þrífst vel í því. Þá átti lögmennskan vel við mig og vonandi verður líka svo í þessu starfi. Það hafa margir skoðanir á sjávarútvegi og eiga að hafa það. Ég er tilbúin í að taka umræðuna. Mér finnst áhugavert hvernig við tökumst á um sjávarútveg en mig langar auðvitað að reyna að komast að einhverri niðurstöðu sem flestir geta fellt sig við.“ Heiðrúnu finnst greinin ekki alltaf hafa notið sannmælis. Hún segir kerfið í kringum sjávarútveg vissulega flókið, en ekki svo flókið að fólk viti ekki í grundvallaratriðum um hvað málið snýst – fiskveiðistjórnunarkerfið og löggjöfina. „En ég hef líka sagt að sjávarútvegurinn getur litið sér nær í því hvernig hann hefur tjáð sig. Fiskveiðistjórnunarkerfið er gott, hið daglega líf í greininni gengur vel og menn vilja síst rugga þeim bát. Svo kemur að kosningum á fjögurra ára fresti og allt fer í háaloft. Þá er það eðlilega tilhneiging þeirra sem starfa í greininni að tjá sig í vörn. Þessu verður að breyta. Það er ábyrgð SFS og atvinnugreinarinnar allrar að miðla til almennings réttum upplýsingum um sjávarútveg og ekki bara þegar eru kosningar. Við þurfum að tala saman um það út á hvað kvótakerfið gengur og sjávarútvegur almennt, ekki í tölum og í tonnum, heldur á mannamáli. Ég held að þá fyrst geti fólk öðlast skilning á því hvað er verið að gera og hverju þetta hefur skilað til samfélagsins.“Ósanngjarnt kvótakerfi?Þú ræðir um kvótakerfið. Er það ekki í grunninn mjög ósanngjarnt kerfi og þar af leiðandi mjög eðlilegt að menn hafi á því sterkar skoðanir? „Alltaf þegar maður kemur á kerfi þar sem ekki hefur verið kerfi mun það verða ósanngjarnt. Hverjir eiga að vera þátttakendur í upphafi? Hvernig á að ákvarða það? Til að mynda hverjir fá úthlutað aflaheimildum,“ útskýrir Heiðrún og bætir við: „En þetta er að mörgu leyti orðið svo gamalt að það er ekki lengur hægt að tala um það séu einhverjir sem eru starfandi í geiranum í dag sem hafa fengið hluti gefins eða upp í hendurnar. Langstærstur hluti aflaheimilda hefur skipt um hendur. Þannig að þeir sem hafa keypt kvóta hafa fjármagnað það, ýmist með eigin fjármagni eða lántöku, til að geta starfað í greininni. Það er ekki fólk sem upphaflega fékk eitthvað gefins. Það hefur líka orðið til þess að þeir sem vildu fara út úr greininni höfðu tækifæri til þess og aðrir hafa komið í staðinn – fólk sem er betur til þess fallið að reka fyrirtækin heldur en þeir sem vildu hætta.“En af hverju er það svo að ég get til dæmis ekki bara farið núna, keypt mér togara og farið að veiða? „Það geta það allir, en þetta er fjárfrekur iðnaður. Skip sem hafa nýverið komið inn í flotann kosta á bilinu fjóra til sex milljarða króna. Maður hristir þá fjármuni þó ekki fram úr erminni. Aflaheimildir ganga síðan kaupum og sölum á markaði eins og hver önnur markaðsafurð, og að því leytinu til er frjáls markaður.“Af hverju ekki að ganga alla leið, fara hreinlega í uppboð aflaheimilda þar sem allir sitja við sama borð? „Við erum þegar með gjaldtöku í formi veiðigjalda. Þeir sem nýta auðlindina eiga að borga fyrir hana. Veiðigjaldið er gott að mörgu leyti, en það eru agnúar sem verður að sníða af, eins og til dæmis sú staðreynd að sjávarútvegurinn borgar veiðigjaldið tvö ár aftur í tímann. Árið 2015 var til dæmis eitt besta ár í sögu sjávarútvegs, en við erum að borga veiðigjald aftur í tímann – 2013 var aflaverðmætið ekki nærri jafn mikið. Þannig að mögulega eru lægri veiðigjöld í góðu árferði. Þá kemur alltaf upp þessi umræða; veiðigjöldin eru of lág – og svo getur þetta náttúrlega sveiflast á hinn veginn líka. Það er ekki taktur í forsendum veiðigjalda og afkomu í greininni. Þetta þarf að lagfæra.“ En útgerðarmenn selja fisk úr sjónum sem öll þjóðin á. Af hverju er sjávarútvegurinn ekki bara stoltur af því að borga hér hátt veiðigjald eða einhvers konar skatt – hvernig sem það er útfært? Af hverju þessi stöðugu átök? „Sjávarútvegurinn er stoltur af því að borga fyrir nýtingu auðlindar en við verðum alltaf að spyrja okkur: Hvar liggur þröskuldurinn? Við erum í alþjóðlegri samkeppni á mörkuðum og erum þar af leiðandi að keppa um verð. Ef ein þjóð krefst engra veiðigjalda, engrar gjaldtöku af auðlindinni, þá geta fyrirtækin þaðan selt afurðina á töluvert lægra verði en við. Við getum því orðið undir í samkeppninni. Það leiðir til þess að við seljum minna og þá skila lægri fjármunir sér til samfélagsins. Við þurfum því alltaf að huga að þessu heildarsamhengi og reyna að finna þennan jafnvægispunkt í gjaldtöku.“Mótfallin kynjakvótum Sjávarútvegur hefur löngum haft á sér það orð að vera svokölluð karlastétt. Er Heiðrún að hefja kvennainnreið í sjávarútveg? „Ég vona auðvitað að aðrar konur fylgi mínu fordæmi. Konum er að fjölga í sjávarútvegi og vonandi mun það aukast. Sjávarútvegur snerist hér áður fyrr nær eingöngu um veiðar og vinnslu og þar voru karlmenn í miklum meirihluta. Sjávarútvegur í dag er hins vegar svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla. Hann hríslast um allt. Afleiddum greinum og störfum sem tengjast sjávarútvegi fer sífellt fjölgandi; nýsköpun, tækni, flutningur, sala, rannsóknir, heilsu- og lyfjaiðnaður. Konum fjölgar sífellt í þessum störfum og það er að sjálfsögðu jákvætt.“En af hverju setjum við þá ekki bara kynjakvóta, eins og við settum fiskveiðikvóta? „Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem eiga hina fjárhagslegu hagsmuni, hluthafar fyrirtækjanna, séu best til þess fallnir að ákveða hverjir stýra fyrirtækjunum – karlar, konur, rauðhærðir, kristnir, lágvaxnir – það skiptir ekki máli. Eina sem skiptir máli er einstaklingurinn og færni hans. Við eigum þess vegna ekki að vera með neina kvóta. Konur og karlar eru algerlega jafnhæf til að stýra fyrirtækjum og þessi karllæga slagsíða í stjórnunarstöðum mun breytast,“ segir Heiðrún. „Eins og staðan er núna þá er fjármagnið að mestu í höndum karlmanna. Eðli málsins samkvæmt vill eigandi stýra sínum fjárfestingum og þá, eftir atvikum, setjast í stjórn þess félags sem hann eða félag í hans eigu hefur fjárfest í. Þetta er að mínu viti ástæða kynjahalla í stjórnunarstöðum. Þannig að við konur þurfum að eiga meira fjármagn. En það kemur. Ég hef meiri áhyggjur af því hvernig við erum farin að tala um konur sem ná framgangi í atvinnulífi og ég held að sú umræða sé komin til vegna kynjakvóta. Dæmin úr umræðunni eru mýmörg, en ég nefni til dæmis umræðuna í kringum mína ráðningu til SFS. Maður hefur séð á einstökum miðlum vísanir í það að ég sé kona, ég sé ráðin þarna inn því sjávarútvegur hafi þurft að fara í gegnum andlitslyftingu. Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta. Mér finnst þetta svo ótrúleg umræða – og hún lýsir ekki neinu öðru en kvenfyrirlitningu. Það sem verra er, að þeir sem svona tala virðast ekki einu sinni átta sig á því að þessi skoðun þeirra hefur kviknað vegna tilvistar kynjakvóta. Á meðan kynjakvótar eru til staðar munu konur alltaf þurfa að sitja undir því þvaðri að konur komist til metorða vegna þess eins að þær eru konur. Það er sorglegt. Ég veit að ég var ekki valin í þetta starf því ég er kona, heldur vegna þess að ég er hæf til þess. Ég efast ekki um það í eina sekúndu.“ Nú á að leggja fram frumvarp um jafnlaunavottun. Þú ert í forsvari fyrir fullt af fyrirtækjum, hvað finnst þér um slíkar hugmyndir? „Ég er ekki að tala fyrir hönd samtakanna, en mín persónulega skoðun er sú að ég er mótfallin inngripi stjórnvalda. Fyrirtæki geta sjálf sett sér reglur og sótt um vottanir sem eru í boði, en það held ég að sé miklu vænlegri leið en lagasetning stjórnvalda. Þar fyrir utan hef ég enga trú á því að það sé kerfisbundin mismunun í launum milli karla og kvenna – að það sé ákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum að greiða konum lægri laun en körlum. Ég hef ekki enn séð þá rannsókn sem staðfestir að konu og karli í nákvæmlega sömu stöðu, með sömu reynslu, sömu mannaforráð og tímafjölda í vinnu sé mismunað á grundvelli kynferðis.“Vantar pungEr það þá tilviljun að svokallaðar kvennastéttir, séu almennt láglaunastöður? Hjúkrunarfræðingar til að mynda? Leikskólakennarar? „Þessi störf sem þú nefnir eru á vegum ríkisins. Ef við ætlum að hækka laun eigum við að auka samkeppni – í þessum tilvikum í heilbrigðis- og menntakerfi. Þá er samkeppni um starfsfólkið líka. Ef einkaframtakið fær að spreyta sig þá trúi ég því að laun þessara stétta muni hækka,“ segir Heiðrún. „Og ég get verið alveg hreinskilin með það, að mín persónulega reynsla er sú, eigandi margar vinkonur sem hafa farið í gegnum háskólanám, hafandi rætt við margar konur um kröfur þeirra í viðræðum við vinnuveitendur um kaup og kjör, þá finnst mér oft vanta dálítinn pung. Við krefjumst ekki þeirra launa sem við eigum skilið. Við verðleggjum okkur lægra en karlmenn án þess að nokkurt tilefni sé til þess. Þetta skil ég ekki. Það er eins og konur séu hræddari við að valda mögulegum vinnuveitanda vonbrigðum. Það er galin hugsun, en hún er ótrúlega algeng. Við konur setjum fram lægri launakröfur en karlmenn og við erum ekki jafn harðar að krefjast framgangs. Við verðum að hætta að vera svona prúðar.“Má bjóða þér hærri laun? Hún segir þörf á átaki í þessum efnum. „Stundum finnst mér eins og við höldum að hlutirnir komi upp í hendurnar á okkur. Ég get hins vegar sagt það með nokkurri vissu að það er enginn atvinnurekandi að fara boða þig á fund og segja: Heyrðu, má ekki bjóða þér hærri laun? Maður verður að fara þarna inn, kýla hlutina í gegn. Stundum er líka gott að hugsa að maður hafi engu að tapa, þegar maður er í svona samningaviðræðum. Þá tekur maður frekar áhættu – pungurinn verður stærri,“ segir Heiðrún og hlær. „Ég fékk þessa ráðgjöf frá karlmanni einu sinni þegar ég var að hugsa um framgang í starfi: Það er enginn að fara að gefa þér neitt – þú verður að setja kröfuna fram. Ég hef alltaf haft þetta bakvið eyrað.“Geirnegld við bryggjuna Heiðrún er fædd og uppalin á Skaganum. Hún segir föðurfjölskyldu sína geirneglda á bryggjunni á Akranesi. Langafi hennar hóf útgerð árið 1923, afi hennar var skipstjóri og útgerðarmaður og pabbi hennar skipstjóri. „Ég er alin upp í þessu sjómannsumhverfi. Þannig kemur þessi væntumþykja í garð sjávarútvegsins en líka að þekkja þessa hlið, að vera fjölskylda sjómanns. Ég er alin upp við það að pabbi er mikið í burtu. Mamma er auðvitað algjör nagli – hún ól upp þrjú börn og svona helminginn af árinu var hún eiginlega einstæð. Sjómennska er í hjarta mínu. Maður hefur upplifað sigra og sorg í þessu,“ segir Heiðrún, sem man eftir því um tíu ára gömul að hafa verið vakin að nóttu til, því verið var að flytja föður hennar slasaðan í land. „Ég horfði á hann óþekkjanlegan. Það hafði komið brotsjór á skipið og það gekk yfir hann gluggi í brúnni. Þetta situr í manni, sjokkið að sjá pabba sinn með yfir 50 spor saumuð í andlitið. Þessa hættu leggja sjómenn sig í og þess vegna ber ég svo ómælda virðingu fyrir þeim. Ég get því alveg viðurkennt að mér fannst sárt í þessu kjaraferli að sjá skoðanir nokkurra í kommentakerfum um að ég beri ekki virðingu fyrir sjómönnum eða sýni þeim hroka. Mér finnst ég hafa lagt mig fram við að sýna öllum sjónarmiðum virðingu. Því í hjarta mínu þykir mér ótrúlega vænt um sjómenn. En bakgrunnur minn kom sér vel í þessu ferli. Pabbi var líklega minn besti ráðgjafi í gegnum þetta. Við áttum ófá samtölin í gegnum allt saman – og við tókumst á um nokkur málefni. Frá honum fékk ég reynslu sjómannsins beint í æð. Ég held að það hafi komið sér ótrúlega vel.“"Við konur þurfum að eiga meira fjármagn. En það kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir um ójafna stöðu kvenna og karla í atvinnulífinu. Visir/StefánTvinnar saman pólitík og lögfræði Heiðrún Lind er, eins og áður kom fram, lögfræðingur að mennt. Hún var meðeigandi á lögmannstofunni LEX. Hins vegar kom að því, eftir tíu ár, að breyta um starfsvettvang. „Ég hugsaði, ég er búin að vera í þessu í 10 ár, ég á 30 ár eftir á vinnumarkaði, er ég komin hingað til að deyja?“ segir Heiðrún, og hlær. „Mig langaði að gera annað – og þá eitthvað allt annað. Svo kemur þetta starfstilboð til nokkuð óvænt. Það má segja að ég hafi strax verið hrifin af hugmyndinni. Ég hef verið nokkuð dugleg við að tjá skoðanir mínar á því hvernig samfélagi ég vil búa í og þetta starf tvinnar því saman tvö stór áhugamál, pólitík og lögfræði.“Leið ekki vel í Valhöll Hún fann ástríðu sinni fyrir pólitík hins vegar ekki farveg innan veggja Valhallar. „Ég var í stjórn Heimdallar og bauð mig einu sinni fram til formanns. Svo var ég kosningastjóri Gísla Marteins í prófkjöri, þegar hann bauð sig fram sem oddvita í Sjálfstæðisflokknum. Það var örugglega eitt stærsta prófkjör sem haldið hefur verið í borginni og þá kynntist ég aðeins hvernig hlutirnir virka bakvið tjöldin. Umræðan, niðurrifið og allt þetta skítlega við pólitík. Ég hugsaði þá: Ég ætla aldrei að setja mig eða fjölskyldu mína í þessar aðstæður. Síðan hef ég, þegar hefur verið ýtt á mig, alltaf sagt: Ég hef lítinn áhuga á að standa á þinginu og blaðra. Ég held að maður geti haft jafn mikil áhrif með að tjá sig með málefnalegum hætti opinberlega og hef sett minn áhuga á pólitík í þann farveg. Margir kollegar mínir úr lögmannsstétt eru mjög uppteknir af því að halda í hlutleysið. Þeir vilja ekki tjá skoðanir sínar á málefnum samfélagsins. Mér finnst það miður, því lögmenn geta sannanlega lagt gott til umræðunnar um það hvernig lögin ættu að vera. En þetta er auðvitað bara ákvörðun hvers einstaklings og ég virði hana. Ég vildi hins vegar tjá skoðanir mínar, í þeirri von að ég geti lagt gott til samfélagsins og þróun þess til lengri tíma,“ útskýrir hún. „Mínir viðskiptavinir vissu þá bara hverjar mínar skoðanir væru og ég gat ekki skynjað að það hafi haft áhrif á þá, hvort heldur þeir kæmu frá hægri eða vinstri. Fólk treysti því að ég ynni faglega. Ég er þess vegna þeirrar skoðunar að fleiri lögmenn eigi að tjá sig á opinberum vettvangi – því ef einhverjir ættu að hafa skoðun á lögunum, eru það þeir.“En sérðu fyrir þér að endast í þessu starfi? Togar lögmennskan ekkert í þig aftur? „Ég er svo nýkomin inn að ég er ekkert að hugsa um það á þessu stigi. Ég veit í það minnsta að ég mun ólíklega toppa forvera minn í LÍÚ, Kristján Ragnarsson, sem var 37 ár í þessu starfi – fólk mun vonandi sjá mig hverfa af þessum vettvangi fyrir þann tíma,“ segir Heiðrún að lokum, létt í bragði. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið talsvert í kastljósi fjölmiðla undanfarna mánuði. Hún er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi – og fyrsta verkefnið var að ráða fram úr verkfalli sjómanna sem stóð í tíu vikur og leystist loks á dögunum. Heiðrún Lind var áður meðeigandi á lögmannsstofunni LEX og er tiltölulega vön að ráðast í umdeild verkefni og nú hefur hún tekið að sér umdeildasta kúnnann, hingað til – sjávarútveginn.Friður er teygjanlegt hugtak „Ég held að við munum alltaf rökræða fiskinn. Og það er gott og eðlilegt. En ég vona að við getum komið okkur út úr því mynstri að vilja reglulega rífast um sjávarútveg. En friður er kannski teygjanlegt hugtak. Ég held að við getum í öllu falli gert miklu betur í því að skapa þessa svokölluðu sátt og henni getum við náð með upplýstri umræðu,“ segir Heiðrún og bætir við að það hafi hingað til engin lognmolla verið í starfinu, sem hún tók mjög nýlega við af Kolbeini Árnasyni, enda sjómenn nýkomnir úr löngu og ströngu verkfalli. SFS, Samtök félaga í sjávarútvegi, urðu til þegar Samtök fiskvinnslufyrirtækja og Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, sameinuðust. LÍÚ voru umdeild samtök. Þegar SFS varð til breyttist ímynd sjávarútvegs nokkuð, allavega sú sem við sáum í fjölmiðlum, því framkvæmdastjórinn, Kolbeinn Árnason, hafði öllu mýkri ásýnd en talsmenn sjávarútvegs fram að því.Voru SFS stofnuð vegna þess að LÍÚ hafði á sér slæmt orð? „SFS verður til við sameiningu LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva þannig að eðlilega fengu sameinuð samtök nýtt nafn. Þetta voru ekki lengur bara útgerðir, heldur fiskvinnslur, fiskeldi og sölufyrirtæki – og samtökin urðu heildstæð samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Ég tel þetta hafa verið heillaspor og líklega má segja að stofnun SFS hafi skapað tækifæri til að byrja með autt blað og hugsa um það hvernig við getum gert betur þar sem okkur hefur mistekist. Forveri minn vann gott starf og mér finnst ég bara vera að taka við keflinu. Það verður engin grundvallarbreyting í stefnu SFS núna – það ætlar enginn í neina harðlínustefnu eða skotgrafarhernað. Ég lít í öllu falli ekki á sjálfa mig sem neina harðlínumanneskju. Ég hef þó auðvitað heyrt þessa umræðu – að ég sé ekkert annað en Kristján Loftsson með sítt hár og að ég sé afsprengi lýtaaðgerðar sjávarútvegsins. Ég tel það raunar hrós að einhverjir telji mér svipa til jafn mikils hugsjónamanns og Kristjáns. En ég vona að þeir sem hafa haft kynni af mér telji mig í öllu falli rökfasta og sanngjarna. Ég heyri í það minnsta ekki annað og í þessari stuttu vegferð sem ég hef farið í þessu starfi þá hef ég átt gott samstarf við sjómenn og stjórnvöld. Við getum tekist á um einstök málefni, en í grunninn erum við samstarfsaðilar. Í þeim samskiptum verður að ríkja traust. Traustið er til alls fyrst.“Sjávarútvegur líti sér nær Heiðrún segist njóta sín vel í starfi. „Ég hef mjög gaman af rökræðum. Ég þrífst vel í því. Þá átti lögmennskan vel við mig og vonandi verður líka svo í þessu starfi. Það hafa margir skoðanir á sjávarútvegi og eiga að hafa það. Ég er tilbúin í að taka umræðuna. Mér finnst áhugavert hvernig við tökumst á um sjávarútveg en mig langar auðvitað að reyna að komast að einhverri niðurstöðu sem flestir geta fellt sig við.“ Heiðrúnu finnst greinin ekki alltaf hafa notið sannmælis. Hún segir kerfið í kringum sjávarútveg vissulega flókið, en ekki svo flókið að fólk viti ekki í grundvallaratriðum um hvað málið snýst – fiskveiðistjórnunarkerfið og löggjöfina. „En ég hef líka sagt að sjávarútvegurinn getur litið sér nær í því hvernig hann hefur tjáð sig. Fiskveiðistjórnunarkerfið er gott, hið daglega líf í greininni gengur vel og menn vilja síst rugga þeim bát. Svo kemur að kosningum á fjögurra ára fresti og allt fer í háaloft. Þá er það eðlilega tilhneiging þeirra sem starfa í greininni að tjá sig í vörn. Þessu verður að breyta. Það er ábyrgð SFS og atvinnugreinarinnar allrar að miðla til almennings réttum upplýsingum um sjávarútveg og ekki bara þegar eru kosningar. Við þurfum að tala saman um það út á hvað kvótakerfið gengur og sjávarútvegur almennt, ekki í tölum og í tonnum, heldur á mannamáli. Ég held að þá fyrst geti fólk öðlast skilning á því hvað er verið að gera og hverju þetta hefur skilað til samfélagsins.“Ósanngjarnt kvótakerfi?Þú ræðir um kvótakerfið. Er það ekki í grunninn mjög ósanngjarnt kerfi og þar af leiðandi mjög eðlilegt að menn hafi á því sterkar skoðanir? „Alltaf þegar maður kemur á kerfi þar sem ekki hefur verið kerfi mun það verða ósanngjarnt. Hverjir eiga að vera þátttakendur í upphafi? Hvernig á að ákvarða það? Til að mynda hverjir fá úthlutað aflaheimildum,“ útskýrir Heiðrún og bætir við: „En þetta er að mörgu leyti orðið svo gamalt að það er ekki lengur hægt að tala um það séu einhverjir sem eru starfandi í geiranum í dag sem hafa fengið hluti gefins eða upp í hendurnar. Langstærstur hluti aflaheimilda hefur skipt um hendur. Þannig að þeir sem hafa keypt kvóta hafa fjármagnað það, ýmist með eigin fjármagni eða lántöku, til að geta starfað í greininni. Það er ekki fólk sem upphaflega fékk eitthvað gefins. Það hefur líka orðið til þess að þeir sem vildu fara út úr greininni höfðu tækifæri til þess og aðrir hafa komið í staðinn – fólk sem er betur til þess fallið að reka fyrirtækin heldur en þeir sem vildu hætta.“En af hverju er það svo að ég get til dæmis ekki bara farið núna, keypt mér togara og farið að veiða? „Það geta það allir, en þetta er fjárfrekur iðnaður. Skip sem hafa nýverið komið inn í flotann kosta á bilinu fjóra til sex milljarða króna. Maður hristir þá fjármuni þó ekki fram úr erminni. Aflaheimildir ganga síðan kaupum og sölum á markaði eins og hver önnur markaðsafurð, og að því leytinu til er frjáls markaður.“Af hverju ekki að ganga alla leið, fara hreinlega í uppboð aflaheimilda þar sem allir sitja við sama borð? „Við erum þegar með gjaldtöku í formi veiðigjalda. Þeir sem nýta auðlindina eiga að borga fyrir hana. Veiðigjaldið er gott að mörgu leyti, en það eru agnúar sem verður að sníða af, eins og til dæmis sú staðreynd að sjávarútvegurinn borgar veiðigjaldið tvö ár aftur í tímann. Árið 2015 var til dæmis eitt besta ár í sögu sjávarútvegs, en við erum að borga veiðigjald aftur í tímann – 2013 var aflaverðmætið ekki nærri jafn mikið. Þannig að mögulega eru lægri veiðigjöld í góðu árferði. Þá kemur alltaf upp þessi umræða; veiðigjöldin eru of lág – og svo getur þetta náttúrlega sveiflast á hinn veginn líka. Það er ekki taktur í forsendum veiðigjalda og afkomu í greininni. Þetta þarf að lagfæra.“ En útgerðarmenn selja fisk úr sjónum sem öll þjóðin á. Af hverju er sjávarútvegurinn ekki bara stoltur af því að borga hér hátt veiðigjald eða einhvers konar skatt – hvernig sem það er útfært? Af hverju þessi stöðugu átök? „Sjávarútvegurinn er stoltur af því að borga fyrir nýtingu auðlindar en við verðum alltaf að spyrja okkur: Hvar liggur þröskuldurinn? Við erum í alþjóðlegri samkeppni á mörkuðum og erum þar af leiðandi að keppa um verð. Ef ein þjóð krefst engra veiðigjalda, engrar gjaldtöku af auðlindinni, þá geta fyrirtækin þaðan selt afurðina á töluvert lægra verði en við. Við getum því orðið undir í samkeppninni. Það leiðir til þess að við seljum minna og þá skila lægri fjármunir sér til samfélagsins. Við þurfum því alltaf að huga að þessu heildarsamhengi og reyna að finna þennan jafnvægispunkt í gjaldtöku.“Mótfallin kynjakvótum Sjávarútvegur hefur löngum haft á sér það orð að vera svokölluð karlastétt. Er Heiðrún að hefja kvennainnreið í sjávarútveg? „Ég vona auðvitað að aðrar konur fylgi mínu fordæmi. Konum er að fjölga í sjávarútvegi og vonandi mun það aukast. Sjávarútvegur snerist hér áður fyrr nær eingöngu um veiðar og vinnslu og þar voru karlmenn í miklum meirihluta. Sjávarútvegur í dag er hins vegar svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla. Hann hríslast um allt. Afleiddum greinum og störfum sem tengjast sjávarútvegi fer sífellt fjölgandi; nýsköpun, tækni, flutningur, sala, rannsóknir, heilsu- og lyfjaiðnaður. Konum fjölgar sífellt í þessum störfum og það er að sjálfsögðu jákvætt.“En af hverju setjum við þá ekki bara kynjakvóta, eins og við settum fiskveiðikvóta? „Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem eiga hina fjárhagslegu hagsmuni, hluthafar fyrirtækjanna, séu best til þess fallnir að ákveða hverjir stýra fyrirtækjunum – karlar, konur, rauðhærðir, kristnir, lágvaxnir – það skiptir ekki máli. Eina sem skiptir máli er einstaklingurinn og færni hans. Við eigum þess vegna ekki að vera með neina kvóta. Konur og karlar eru algerlega jafnhæf til að stýra fyrirtækjum og þessi karllæga slagsíða í stjórnunarstöðum mun breytast,“ segir Heiðrún. „Eins og staðan er núna þá er fjármagnið að mestu í höndum karlmanna. Eðli málsins samkvæmt vill eigandi stýra sínum fjárfestingum og þá, eftir atvikum, setjast í stjórn þess félags sem hann eða félag í hans eigu hefur fjárfest í. Þetta er að mínu viti ástæða kynjahalla í stjórnunarstöðum. Þannig að við konur þurfum að eiga meira fjármagn. En það kemur. Ég hef meiri áhyggjur af því hvernig við erum farin að tala um konur sem ná framgangi í atvinnulífi og ég held að sú umræða sé komin til vegna kynjakvóta. Dæmin úr umræðunni eru mýmörg, en ég nefni til dæmis umræðuna í kringum mína ráðningu til SFS. Maður hefur séð á einstökum miðlum vísanir í það að ég sé kona, ég sé ráðin þarna inn því sjávarútvegur hafi þurft að fara í gegnum andlitslyftingu. Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta. Mér finnst þetta svo ótrúleg umræða – og hún lýsir ekki neinu öðru en kvenfyrirlitningu. Það sem verra er, að þeir sem svona tala virðast ekki einu sinni átta sig á því að þessi skoðun þeirra hefur kviknað vegna tilvistar kynjakvóta. Á meðan kynjakvótar eru til staðar munu konur alltaf þurfa að sitja undir því þvaðri að konur komist til metorða vegna þess eins að þær eru konur. Það er sorglegt. Ég veit að ég var ekki valin í þetta starf því ég er kona, heldur vegna þess að ég er hæf til þess. Ég efast ekki um það í eina sekúndu.“ Nú á að leggja fram frumvarp um jafnlaunavottun. Þú ert í forsvari fyrir fullt af fyrirtækjum, hvað finnst þér um slíkar hugmyndir? „Ég er ekki að tala fyrir hönd samtakanna, en mín persónulega skoðun er sú að ég er mótfallin inngripi stjórnvalda. Fyrirtæki geta sjálf sett sér reglur og sótt um vottanir sem eru í boði, en það held ég að sé miklu vænlegri leið en lagasetning stjórnvalda. Þar fyrir utan hef ég enga trú á því að það sé kerfisbundin mismunun í launum milli karla og kvenna – að það sé ákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum að greiða konum lægri laun en körlum. Ég hef ekki enn séð þá rannsókn sem staðfestir að konu og karli í nákvæmlega sömu stöðu, með sömu reynslu, sömu mannaforráð og tímafjölda í vinnu sé mismunað á grundvelli kynferðis.“Vantar pungEr það þá tilviljun að svokallaðar kvennastéttir, séu almennt láglaunastöður? Hjúkrunarfræðingar til að mynda? Leikskólakennarar? „Þessi störf sem þú nefnir eru á vegum ríkisins. Ef við ætlum að hækka laun eigum við að auka samkeppni – í þessum tilvikum í heilbrigðis- og menntakerfi. Þá er samkeppni um starfsfólkið líka. Ef einkaframtakið fær að spreyta sig þá trúi ég því að laun þessara stétta muni hækka,“ segir Heiðrún. „Og ég get verið alveg hreinskilin með það, að mín persónulega reynsla er sú, eigandi margar vinkonur sem hafa farið í gegnum háskólanám, hafandi rætt við margar konur um kröfur þeirra í viðræðum við vinnuveitendur um kaup og kjör, þá finnst mér oft vanta dálítinn pung. Við krefjumst ekki þeirra launa sem við eigum skilið. Við verðleggjum okkur lægra en karlmenn án þess að nokkurt tilefni sé til þess. Þetta skil ég ekki. Það er eins og konur séu hræddari við að valda mögulegum vinnuveitanda vonbrigðum. Það er galin hugsun, en hún er ótrúlega algeng. Við konur setjum fram lægri launakröfur en karlmenn og við erum ekki jafn harðar að krefjast framgangs. Við verðum að hætta að vera svona prúðar.“Má bjóða þér hærri laun? Hún segir þörf á átaki í þessum efnum. „Stundum finnst mér eins og við höldum að hlutirnir komi upp í hendurnar á okkur. Ég get hins vegar sagt það með nokkurri vissu að það er enginn atvinnurekandi að fara boða þig á fund og segja: Heyrðu, má ekki bjóða þér hærri laun? Maður verður að fara þarna inn, kýla hlutina í gegn. Stundum er líka gott að hugsa að maður hafi engu að tapa, þegar maður er í svona samningaviðræðum. Þá tekur maður frekar áhættu – pungurinn verður stærri,“ segir Heiðrún og hlær. „Ég fékk þessa ráðgjöf frá karlmanni einu sinni þegar ég var að hugsa um framgang í starfi: Það er enginn að fara að gefa þér neitt – þú verður að setja kröfuna fram. Ég hef alltaf haft þetta bakvið eyrað.“Geirnegld við bryggjuna Heiðrún er fædd og uppalin á Skaganum. Hún segir föðurfjölskyldu sína geirneglda á bryggjunni á Akranesi. Langafi hennar hóf útgerð árið 1923, afi hennar var skipstjóri og útgerðarmaður og pabbi hennar skipstjóri. „Ég er alin upp í þessu sjómannsumhverfi. Þannig kemur þessi væntumþykja í garð sjávarútvegsins en líka að þekkja þessa hlið, að vera fjölskylda sjómanns. Ég er alin upp við það að pabbi er mikið í burtu. Mamma er auðvitað algjör nagli – hún ól upp þrjú börn og svona helminginn af árinu var hún eiginlega einstæð. Sjómennska er í hjarta mínu. Maður hefur upplifað sigra og sorg í þessu,“ segir Heiðrún, sem man eftir því um tíu ára gömul að hafa verið vakin að nóttu til, því verið var að flytja föður hennar slasaðan í land. „Ég horfði á hann óþekkjanlegan. Það hafði komið brotsjór á skipið og það gekk yfir hann gluggi í brúnni. Þetta situr í manni, sjokkið að sjá pabba sinn með yfir 50 spor saumuð í andlitið. Þessa hættu leggja sjómenn sig í og þess vegna ber ég svo ómælda virðingu fyrir þeim. Ég get því alveg viðurkennt að mér fannst sárt í þessu kjaraferli að sjá skoðanir nokkurra í kommentakerfum um að ég beri ekki virðingu fyrir sjómönnum eða sýni þeim hroka. Mér finnst ég hafa lagt mig fram við að sýna öllum sjónarmiðum virðingu. Því í hjarta mínu þykir mér ótrúlega vænt um sjómenn. En bakgrunnur minn kom sér vel í þessu ferli. Pabbi var líklega minn besti ráðgjafi í gegnum þetta. Við áttum ófá samtölin í gegnum allt saman – og við tókumst á um nokkur málefni. Frá honum fékk ég reynslu sjómannsins beint í æð. Ég held að það hafi komið sér ótrúlega vel.“"Við konur þurfum að eiga meira fjármagn. En það kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir um ójafna stöðu kvenna og karla í atvinnulífinu. Visir/StefánTvinnar saman pólitík og lögfræði Heiðrún Lind er, eins og áður kom fram, lögfræðingur að mennt. Hún var meðeigandi á lögmannstofunni LEX. Hins vegar kom að því, eftir tíu ár, að breyta um starfsvettvang. „Ég hugsaði, ég er búin að vera í þessu í 10 ár, ég á 30 ár eftir á vinnumarkaði, er ég komin hingað til að deyja?“ segir Heiðrún, og hlær. „Mig langaði að gera annað – og þá eitthvað allt annað. Svo kemur þetta starfstilboð til nokkuð óvænt. Það má segja að ég hafi strax verið hrifin af hugmyndinni. Ég hef verið nokkuð dugleg við að tjá skoðanir mínar á því hvernig samfélagi ég vil búa í og þetta starf tvinnar því saman tvö stór áhugamál, pólitík og lögfræði.“Leið ekki vel í Valhöll Hún fann ástríðu sinni fyrir pólitík hins vegar ekki farveg innan veggja Valhallar. „Ég var í stjórn Heimdallar og bauð mig einu sinni fram til formanns. Svo var ég kosningastjóri Gísla Marteins í prófkjöri, þegar hann bauð sig fram sem oddvita í Sjálfstæðisflokknum. Það var örugglega eitt stærsta prófkjör sem haldið hefur verið í borginni og þá kynntist ég aðeins hvernig hlutirnir virka bakvið tjöldin. Umræðan, niðurrifið og allt þetta skítlega við pólitík. Ég hugsaði þá: Ég ætla aldrei að setja mig eða fjölskyldu mína í þessar aðstæður. Síðan hef ég, þegar hefur verið ýtt á mig, alltaf sagt: Ég hef lítinn áhuga á að standa á þinginu og blaðra. Ég held að maður geti haft jafn mikil áhrif með að tjá sig með málefnalegum hætti opinberlega og hef sett minn áhuga á pólitík í þann farveg. Margir kollegar mínir úr lögmannsstétt eru mjög uppteknir af því að halda í hlutleysið. Þeir vilja ekki tjá skoðanir sínar á málefnum samfélagsins. Mér finnst það miður, því lögmenn geta sannanlega lagt gott til umræðunnar um það hvernig lögin ættu að vera. En þetta er auðvitað bara ákvörðun hvers einstaklings og ég virði hana. Ég vildi hins vegar tjá skoðanir mínar, í þeirri von að ég geti lagt gott til samfélagsins og þróun þess til lengri tíma,“ útskýrir hún. „Mínir viðskiptavinir vissu þá bara hverjar mínar skoðanir væru og ég gat ekki skynjað að það hafi haft áhrif á þá, hvort heldur þeir kæmu frá hægri eða vinstri. Fólk treysti því að ég ynni faglega. Ég er þess vegna þeirrar skoðunar að fleiri lögmenn eigi að tjá sig á opinberum vettvangi – því ef einhverjir ættu að hafa skoðun á lögunum, eru það þeir.“En sérðu fyrir þér að endast í þessu starfi? Togar lögmennskan ekkert í þig aftur? „Ég er svo nýkomin inn að ég er ekkert að hugsa um það á þessu stigi. Ég veit í það minnsta að ég mun ólíklega toppa forvera minn í LÍÚ, Kristján Ragnarsson, sem var 37 ár í þessu starfi – fólk mun vonandi sjá mig hverfa af þessum vettvangi fyrir þann tíma,“ segir Heiðrún að lokum, létt í bragði.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Sjá meira