Elin hafði sætaskipti Telma Tómason skrifar 24. febrúar 2017 18:00 Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. Elin og Frami unnu fjórgangskeppnina sem fram fór fyrir tveimur vikum og hirti þá efsta sætið af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum. Þau Elin og Bergur höfðu sætaskipti nú í gæðingafiminni, Bergur tók gullið og Elin silfur. Elinu urðu á mistök í forkeppninni þegar hún hleypti Frama, en hann krossaði á stökkinu. Þetta varð henni dýrkeypt, en samt sem áður tryggði hún sér sæti í úrslitum sem aðeins fimm bestu knapar af tuttugogfjórum komust í. Útfærsla sýningarinnar var nákvæmari og nokkuð kraftmeiri í úrslitunum, sem skilaði sér í hærri einkunn og öðru sæti. „Þetta var betra, eins og ég ætlaði að hafa þetta,“ sagði Elin í viðtali þegar silfrið var fast í hendi. Elin er efst og jöfn að stigum Bergi Jónssyni í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Elinu Holst og Frama frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61 Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. Elin og Frami unnu fjórgangskeppnina sem fram fór fyrir tveimur vikum og hirti þá efsta sætið af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum. Þau Elin og Bergur höfðu sætaskipti nú í gæðingafiminni, Bergur tók gullið og Elin silfur. Elinu urðu á mistök í forkeppninni þegar hún hleypti Frama, en hann krossaði á stökkinu. Þetta varð henni dýrkeypt, en samt sem áður tryggði hún sér sæti í úrslitum sem aðeins fimm bestu knapar af tuttugogfjórum komust í. Útfærsla sýningarinnar var nákvæmari og nokkuð kraftmeiri í úrslitunum, sem skilaði sér í hærri einkunn og öðru sæti. „Þetta var betra, eins og ég ætlaði að hafa þetta,“ sagði Elin í viðtali þegar silfrið var fast í hendi. Elin er efst og jöfn að stigum Bergi Jónssyni í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Elinu Holst og Frama frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61
Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00