Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 14:03 vísir Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira