Kyn ekki haft til hliðsjónar við skipan dómara Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 13:15 Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira