„Erum ægilega stoltir og auðmjúkir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 11:48 Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á DILL. mynd/Karl Petersson „Þetta er náttúrulega mikil viðurkenning og við erum ægilega stoltir og auðmjúkir yfir þessu,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á veitingastaðnum DILL, sem er við Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Staðurinn fékk í dag Michelin-stjörnu sem er sú viðurkenning sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Enginn annar staður á Íslandi er með Michelin-stjörnu. Ragnar er vonum ánægður með viðurkenninguna.mynd/benedikt „Þetta er alveg frábært og gerir rosalega mikið fyrir bransann í Reykjavík og á Íslandi og veitir okkur skemmtilega athygli – öllum kokkum í bransanum,“ segir Ragnar, en hann tók sjálfur við verðlaununum í Stokkhólmi í morgun. DILL hefur hlotið margs konar viðurkenningar og nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar. Ragnar tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda staðarins, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitingastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York, í samstarfi við Claus Meyer. Ragnar segir þetta mikinn heiður fyrir íslenska matarmenningu, enda stærsta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið. „En við höldum okkar striki. Höldum áfram að bjóða upp á góðan mat og veita góða upplifun.“ Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. 22. febrúar 2017 10:15 Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Þetta er náttúrulega mikil viðurkenning og við erum ægilega stoltir og auðmjúkir yfir þessu,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á veitingastaðnum DILL, sem er við Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Staðurinn fékk í dag Michelin-stjörnu sem er sú viðurkenning sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Enginn annar staður á Íslandi er með Michelin-stjörnu. Ragnar er vonum ánægður með viðurkenninguna.mynd/benedikt „Þetta er alveg frábært og gerir rosalega mikið fyrir bransann í Reykjavík og á Íslandi og veitir okkur skemmtilega athygli – öllum kokkum í bransanum,“ segir Ragnar, en hann tók sjálfur við verðlaununum í Stokkhólmi í morgun. DILL hefur hlotið margs konar viðurkenningar og nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar. Ragnar tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda staðarins, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitingastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York, í samstarfi við Claus Meyer. Ragnar segir þetta mikinn heiður fyrir íslenska matarmenningu, enda stærsta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið. „En við höldum okkar striki. Höldum áfram að bjóða upp á góðan mat og veita góða upplifun.“
Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. 22. febrúar 2017 10:15 Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03