Segir ESB græða á einangrunarstefnu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 10:32 Cecilia Malmstrom. Vísir/Epa Andstaða ríkisstjórnar Donald Trump gegn fríverslunarsamningum og frjálsum viðskiptum hafa leitt til þess að margar þjóðir, sem telja einangrunarstefnu ekki réttu leiðina, líta nú til Evrópu. Þetta segir Cecilia Malmstrom, meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og æðsti embættismaður sambandsins þegar kemur að viðskiptum. Nú þegar er ESB í viðræðum við næstum öll ríkin sem komu að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningnum. Donald Trump dró Bandaríkin úr samningnum í janúar. Frá því að Trump var kjörinn forseti hefur ESB hafði samningaviðræður við Mexíkó, Mercosur (viðskiptasamband Suður-Ameríku) og Japan. Undirbúningur fyrir viðræður við Ástralíu og Nýja Sjáland er hafinn og búið er að gera samning við Víetnam.Samkvæmt AFP fréttaveitunni varaði Malmstrom Trump við því að setja á háa tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum. Hún sagði augljóst að hann vildi standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, en hætta væri á því að önnur ríki myndu bregðast við og grípa til eigin aðgerða. Það gæti reynst slæmt fyrir hagkerfi margra ríkja og íbúa þeirra. „Ef þetta nær svo langt, verður enginn sigurvegari,“ sagði Malmstrom. Andstæða gegn fríverslunarsamningum hefur einnig aukist innan ESB. Mótmæli hafa verið haldin og embættismönnum sambandsins tókst naumlega að samþykkja fríverslunarsamning við Kanada í október eftir að íbúar í Vallónar í Belgíu settu sig upp á móti því. Malmstrom segir ljóst að ríki innan Evrópusambandsins hafi ekki staðið sig nægilega vel í að styðja við íbúa sem hafi tapað á aukinni hnattvæðingu og tilfærslu starfa á milli ríkja. Hún sagði það þó vera að breytast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Andstaða ríkisstjórnar Donald Trump gegn fríverslunarsamningum og frjálsum viðskiptum hafa leitt til þess að margar þjóðir, sem telja einangrunarstefnu ekki réttu leiðina, líta nú til Evrópu. Þetta segir Cecilia Malmstrom, meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og æðsti embættismaður sambandsins þegar kemur að viðskiptum. Nú þegar er ESB í viðræðum við næstum öll ríkin sem komu að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningnum. Donald Trump dró Bandaríkin úr samningnum í janúar. Frá því að Trump var kjörinn forseti hefur ESB hafði samningaviðræður við Mexíkó, Mercosur (viðskiptasamband Suður-Ameríku) og Japan. Undirbúningur fyrir viðræður við Ástralíu og Nýja Sjáland er hafinn og búið er að gera samning við Víetnam.Samkvæmt AFP fréttaveitunni varaði Malmstrom Trump við því að setja á háa tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum. Hún sagði augljóst að hann vildi standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, en hætta væri á því að önnur ríki myndu bregðast við og grípa til eigin aðgerða. Það gæti reynst slæmt fyrir hagkerfi margra ríkja og íbúa þeirra. „Ef þetta nær svo langt, verður enginn sigurvegari,“ sagði Malmstrom. Andstæða gegn fríverslunarsamningum hefur einnig aukist innan ESB. Mótmæli hafa verið haldin og embættismönnum sambandsins tókst naumlega að samþykkja fríverslunarsamning við Kanada í október eftir að íbúar í Vallónar í Belgíu settu sig upp á móti því. Malmstrom segir ljóst að ríki innan Evrópusambandsins hafi ekki staðið sig nægilega vel í að styðja við íbúa sem hafi tapað á aukinni hnattvæðingu og tilfærslu starfa á milli ríkja. Hún sagði það þó vera að breytast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira